Vikan


Vikan - 10.01.1980, Page 3

Vikan - 10.01.1980, Page 3
Utgáfustarfsemi ^Hlriður Halidórsdóttir farðar þœr Ásthildi Sumariiðadóttur og Bjarnheioi nuömundsdóttur.... ... anda sýnir spegillinn þeim gjörbreyttar konur. í kjallara gamals húss við Bröttugötu fer fram útgáfustarf- ^mi sem heldur litið hefur látið á sér bera i kapphlaupi bóka- útgefenda um hylli viðskipta- vinarins á helstu verslunarhátíð ^rsins. Ekki er það þó af því að hún sé nokkru ómerkari, síður en svo. Þetta er bókaútgáfan Bjallan sem sérhæfir sig i útgáfu fræðibóka fyrir börn og unglinga. Að fyrirtækinu standa fjórar framtakssamar konur, h*r Herdis Sveinsdóttir, Ragn- hildur Helgadóttir, Kristín hnnsteinsdóttir og Friða Haraldsdóttir. Herdís er hennari, en hinar þrjár starfa aUar við skólabókasöfn. — Við lögðum út i þennan rekstur árið 1973 og ástæðan Var sú að okkur fannst hér áber- andi skortur á hentugum fræði- hókum handa bömum og Unglingum, sögðu þær stöllur er hlaðamaður Vikunnar innti þær eftir útgáfustarfseminni. . — Við höfum svo sent bóka- Jista okkar til allra skóla á hndinu en því miður hafa viðbrögð verið miklu daufari en við bjuggumst við. Samt eru uestar okkar bækur hugsaðar sem ný vinnubrögð í heimilda- J'jnnu. Að visu hefur krossgátu- h^kin hennar Vilborgar hagbjartsdóttur selst mjög vel en Önnur bók, sem við bundum smti Itarofnl I tanctafrwöl- og samfótagrfraBÓIkennshi í grunn- skólum. Herdta, Regnhkdur, Kristín ofl Friöa. 1 baksýn nta sjá bókaftokk Bjöllunn- ar um önnur lönd, sem er huflsaöur |rj yiiisj 'X&’; ■■ i ER ÞORSKURINN ÖLLUM ÓVIÐKOMANDI? miklar vonir við og er raunar algjör nýjung sem fyrsta fræði- bókin um íslenskt atvinnulíf ætluð börnum, Þorskurinn, hefur varla hreyfst. Hún er skrifuð af Hjálmari Vilhjálms- syni fiskifræðingi og Kolbrúnu Sigurðardóttur kennara. Hún fjallar m.a. um líffræði þorsksins, veiðar, vinnslu, land- helgisdeilur og fiskvernd og er mjög aðgengileg. Okkur finnst þetta furðulegt áhugaleysi fyrir þessari undirstöðu íslensks efna- hagslífs. T.d. má geta þess að í Vestmannaeyjum, einum helsta fiskveiðibæ landsins, hefur ekki selst eitt einasta eintak. Við ætluðum að halda áfram með hliðstæðar bækur um land- búnað og iðnað, en þessar dræmu viðtökur hafa vissulega dregið mjög úr okkur kjarkinn. — En við erum þrátt fyrir allt ekkert að hugsa um að gefast upp. Kannski er eðlilegt að töluverðan tíma þurfi til að koma nýjungum að í skóla- kerfinu og við höfum því nær ekkert auglýst. Og til marks um bjartsýni okkar er eitt helsta áhyggjuefni okkar núna hversu erfitt er að fá hæft fólk til að skrifa efni fyrir börn. Enda kannski ekki svo feitan gölt að flá hvað kaupgreiðslur snertir frekar en hjá öðrum rithöfundum. JÞ X. tbl. Vlkan 3

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.