Vikan


Vikan - 10.01.1980, Side 6

Vikan - 10.01.1980, Side 6
Vímugjafar Fyrir rúmlega tíu árum voru fíkniefni lítt á dagskrá hjá íslenskúih . yfirvöldum, almenningur hélt sig að mestu leyti að þeim vímugjafanum sem enn er hvað vinsælastur meðal þjóðarinnar, brennivininu, og einn alki per fjölskyldu þótti til- tölulega vel sloppið frá þvi óhjá- kvæmilega böli sem lifið annars býður upp á. Neysla fíkniefna var bara eitthvað sem fólkið í útlandinu stóð í. Síðan hefur þróunin orðið mjög á annan veg. Mikill og góður árangur hefur náðst í baráttunni gegn ofneyslu áfengis, starfsemi bæði SÁÁ og AA samtakanna hefur orðið þess valdandi að fólki þykir nú mun sjálfsagðara en áður að leita sér hjálpar í þeim efnum. Aftur á móti hefur neysla bæði lyfja og fíkniefna stöðugt færst í vöxt, ekki þó á kostnað áfengis- neyslu heldur sem viðbót við hana. Það fólk sem leitar hjálpar .við ofnotkun á áfengi er nú sjaldnast það sem kalla mætti „hreinir alkar” heldur er það líka háð alls kyns lyfjum og jafn- vel ffkniefnum. Vikan ræddi þessi mál viö Þórarin Tyrfmgsson, lækni hjá SÁÁ, Guðmund Gígju fulltrúa í fíkniefnadeild lögreglunnar, og 18 ára gamla menntaskóla- stúlku. Þó að þau sjónarmið, sem fram koma hjá þessum aðilum, séu óhjákvæmilega ólík, ber þau öll að sama brunni. Það er tiltölulega auðvelt að komast yfir bæði lyf og fikniefni á Islandi og ótrúlega lítið um fyrirbyggjandi aðgerðir stjórn- valda. Þórarinn Tyrfingsson læknir: Höfum ekki undan að sinna hjálparbeiðnum — Þessi samtvinnaða ofnotkun á áfengi og lyfjum er vissulega gamalt og þekkt vandamál. Og hass hefur verið reykt hér í mörg ár og miklu NÆSTA SKREF NIÐUR Á VK>: KÓKAlN, ENGLARYK OG HERÓÍN Vikan ræðir neyslu vímu- gjafa á íslandi við Þórarin Tyrfingsson lækni, Guðmund Gígju, fulltrúa í fíkniefnadeild lögreglunnar, og 18 ára menntaskólanema meira um það en almenningur gerir sér grein fyri Svo eru það alæturnar sem gera þetta allt: Drekka, reykja hass og neyta bæði róandi og örvandi lyfja. í raun og veru er þetta þó allt sami kjarninn: Manneskja sem getur ekki horfst í augu við dáglegt líf sitt án vimugjafa. — Þó má segja að þjóðfélags- aðstaða þess sem neytir lyfja og fíkniefna sé nokkuð önnur en þess sem lætur sér áfengið nægja og einnig eru fráhvarfseinkenni öðruvísi. Og þetta 10-28 daga prógramm sem við hjá SÁÁ getum boðið upp á er engan veginn nægilegt fyrir lyfja- eða Þórannn Tyrfingsaon lœknir. fíkniefnasjúklinga. Við þurfum miklu lengri tíma til að hjálpa þeim, þeim er sleppt allt of fljótt út í lífið aftur, og þá reynir mjög á félagslegar aðstæður. Það segir sig sjálft að manneskja sem á gott heimili og fjölskyldu að bakhjarli getur lagt á sig mun meira til að losna undan oki þessara vímugjafa en sú sem engan á að. Þetta fólk þyrfti nauðsynlega að dvelja í vernd- uðu eða hálfvernduðu umhverfi meðan það er að byggja sig upp. En slíkir staðir eru nánast ekki til. Þó er heimilið sem rekið er á vegum Reykjavíkurborgar að Ránargötu frábært dæmi um þann árangur sem mætti ná ef fleiri ættu aðgang að einhverju sambærilegu. — Síðan ég hóf störf hjá SÁÁ í mars sl. hafa 7-800 manns leitað hjálpar á stöðinni. Mér finnst þróunin benda til þess að notkun á þeim lyfjum sem mest opinbert aðhald er að, eins og amfetamíni og barbítúrum, minnki stöðugt en aukist aftur á móti á þeim sem fólk á greiðari aðgang að. Þ.e.a.s. algeng hring- rás virðist vera örvandi taugalyf á daginn, áfengi á kvöldin og svefnlyf á nóttunni. Annars er ósköp erfitt að gefa einhverja skýrslu um þessi mál, það hefur svo lítið verið kannað hvers konar úrtak leitar hjálpar á afvötnunarstöðvunum. — Auðvitað er öll notkun vímugjafa einkenni um atferlis- vandamál. Og ef við tökum alkóhólista sem dæmi þá skirrist hann í lengstu lög við að horfast í augu við og viðurkenna vanda- mál sín. Hann gengur eins langt og hann getur og þess vegna ef alrangt að hlaupa sífellt undir bagga með honum og gera honum flóttann þannig auðveld- ari. Fæstir leita hjálpar fyrr en þeir eru svo að segja komnir á ystu nöf, makinn hlaupinn frá honum, vinnuveitandinn búinn að segja honum upp störfum eða líkamskraftar gjörsamlega þrotnir. Aðstandendur þessa fólks þurfa heldur ekki síður hjálpar og leiðbeininga við og bVikanZ. tbl.

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.