Vikan - 10.01.1980, Side 13
Sverrir Hermannsson alþingismaður:
Hvernig stendur á því að þú,
Vestfirðingurinn, ert þingmaður í
A usturlandskjördœmi?
— Þaö að ég sé Vestfirðingur, Stranda-
maður i föðurætt og Djúpmaður i
mððurætt og svo þingmaður eystra —
Það er nú eiginlega tilviljun. Sem ungur
tnaður var ég mikið í félagsmálum og vel
Pðlitískur og um tíma var ég í
erindrekstri fyrir Sjálfstæðisflokkinn.
Ætli ég hafi ekki verið i slíku stússi fyrir
austan árið 1963, þegar ég hitti
ákveðna menn og niðurstaðan varð sú
að kjördæmisráð Sjálfstæðisflokksins
Þat ákvað að ég tæki annað sætið á
'istanum en þá var Jónas Pétursson í því
fyrsta.
,,Ég þekkti ekkert
til Austurlands
{þegar égfór
I Þangað fyrst í
Iframboð. ”
Þarna var ég varaþingmaður í heil 8
^r- 1971 fðr svo fram prófkjör og þá lenti
^8 í fyrsta sæti og hef verið þar síðan í
onnur 8 ár. En hitt er satt að íslendingar
Þafa ákaflega ríka tilfinningu til að líta á
Þvaðan menn eru ættaðir þegar þeir
Veljast til þingstarfa. Ég skil vel þessa
'iifinningu, skulum við kalla það, því
Þetta á lítíð skylt við skynsamlegt mat,
°8 vissulega átti ég af þessum ástæðum
erfitt uppdráttar í byrjun en það er allt
saman liðin saga. Ég þekkti ekkert til
■óusturlands þegar ég fór þangað fyrst í
ffamboð en i þau 8 ár sem ég var vara-
Þ'ngmaður þá kynntist ég mönnum og
ntálefnum fyrir austan og sannleikurinn
er sá að þetta er alveg eins og fyrir
| * * * * vestan. Þetta er allt meðsama hætti.
~ Þú hefur sem sagt œtlað þér aðfara
I ' ffamboð einhvers staðar, skipti ekki
máli hvar?
Já, ég var óskaplega framgjarn, og
er reyndar enn, en ég held líka að það
| 8®tu engir unnið þessi verk nema þeir
I v*ru ánægðir með þau og ákveðnir í því
iáta að sér kveða. Þetta eru trölla-
verkefni sem við er að fást og ég er ansi
r*ddur um að menn mundu snúa við
af brautinni ef þeir hefðu ekki áhuga —
°8 metnað. En þetta er ekki allt dans á
| rósum. Ef fólk heldur að það sé einhver
I eikur að vera í heil 8 ár eini fulltrúi
^ta stjórnmálaflokks á íslandi í
I Pessu viðlenda kjördæmi, þá er það
m'kill misskilningur. En nú er ég búinn
SUMIR
SEGJA
AÐ ÉG SÉ
KRATI
Nú er illt í efni. Embættismanna-
stéttin hefur náð algerum undir-
tökum í siglingu þjóðarskútunnar og
stjórnmálamennirnir eru litið annaö
en messadrengir hjá þeim körlum.
Eða svo segir Sverrir Hermannsson.
„Mér blöskrar
þær upphœðir
sem sumir fram-
bjóðendur eyða
til að verða sér
úti um öruggt
þingsœti. ”
að fá mann með mér, Egil Jónsson,
einstakan dugnaðarþjark.
— Nú fékk Sjálfstceðisflokkurinn i
■fyrsta skipti 2 menn kjörna í Austur-
landskjördœmi. Hverjar telur þú vera
helstu ástæður fyrir þeirri velgengm? Er
þetta persónulegur sigur?
— Við vorum ákaflega heppnir í
sambjtndi við prófkjör. Prófkjör er
ákaflega tvíeggjaö vopn, en ef það
heppnast vel þá gefur það viðkomandi
byr undir vængi. Aftur á móti eru opin
prófkjör, eins og við þekkjum þau,
ákaflega vafasöm fyrirbrigði. Við fyrir
austan fengum mjög sterkan lista út úr
okkar prófkjöri - við vorum heppmr.
Samstaðan um mig i fyrsta sæti var
geysilega mikil, í annað sætið fór bóndi úr
Austur-Skaftafellssýslu, Egill Jóns-
son, harðsnúinn félagsmálamaður og
bóndi var ekki á öðrum listum í sæti sem
segja mátti að væri i kallfæri við þing-
mennsku. 1 þriðja sætið valdist svo
togaraskipstjóri og þannig skipaður virtist
listinn falla okkar fólki ákaflega vel í
geð. Ég tel skipan listans vera megin-
ástæðuna fyrir þvi hversu vel okkur
gekk i þetta skipti. Flokkur okkar er ekki
stór i þessu kjördæmi miðað við hvað
hann er víðast hvar annars staðar, þarna
er hann minnstur og hefur alltaf verið
það. En við höfum alla möguleika á því
að halda áfram að bæta stöðu okkar.
— Hverfum nú af Auslurlandi og iil
verðbólgunnar. Nú virðast manni það
vera lifshœttir fólks sem að miklu leyti
viðhaldi verðbólgunni. Hvernig slendur
á þvíað þið stjórnmálamenn, sem sifellt
klifið á þvi að vinna verði bug á vágest-
inum. gangið aldrei fram með gott
fordœmi á þessu sviði? Allir, eðaflestir.
virðist þið spenna bogann hátt í
lífsgæðakapphlaupinu og svo reynir
fólkið að apa eftir — það sem höfðingj-
arnir hafast að o.s.frv. ?
— Það hefur mikið verið til umræðu í
allmörg ár að með því að þingmenn
ákvæðu sjálfir kaup sitt og kjör væru
þeir að skara eld að sinni köku. Nú er að
þvi að gá að þingmannsstarfið er ákaf-
lega kostnaðarsamt og launin sem slik
ekkert ofboðslega há. Við ákveðum ekki
sjálfir laun okkar, eins og margir virðast
halda, heldur föllum við undir kjaradóm
í þeim efnum. Hins vegar ákveðum við
sjálfir kjör okkar hvað varðar bílastyrki,
húsaleigustyrki o.fl.
_ En þegar borin eru saman þau kjör
sem við ákveðum á þennan hátt sjálfir,
þá eru þau miklu lægri en þau kjör sem
hið opinbera ákveður handa starfs-
mönnum sínum. Það er af kjósenda-
hræðslu sem þingmenn hafa tekið
þennan pól í hæöina. En það má aldrei
veröa svo að i pólitik geti engir aðrir
verið en sterkefnaðir menn. Mér
blöskrar alveg þær upphæðir sem sagt er
að ýmsir frambjóðendur Sjálfstæðis-
flokksins hér í Reykjavík hafi eytt til að
reyna að veröa sér úti um öruggt sæti á
listanum. Svo féllu þeir jafnvel. Mér list
illa á þá þróun að menn geti farið að
kaupa sig á þing og ég skil ekki I öðru en
að það verði að setja einhverjar reglur
um hversu miklum peningum menn
mega eyða í kosningabaráttu. Það er
kostnaðarsamt að vera i pólitik og það
má ekki verða neinum ofviða að fara i
framboð. Sem dæmi get ég nefnt að
herkostnaður minn í síðustu kosninga-
baráttu, sem stóð í 6 vikur, var eitthvað
um 1400 þúsund krónur. En um þessi
mál má lengi deila. Það er skoðun mín
að blaðamenn, í hamslausri leit sinni
að hneykslismálum, hafi borið okkur á
brýn að við bærum meira úr býtum en
okkur bæri en gá ekki að sér að um
leiðeru þeir að rífa niður álit og virðingu
Alþingis, virðulegustu og merkilegustu
stofnunarinnar í þjóðfélaginu. Ég ætla
ekki að halda því fram að við þingmenn
gáum nægilega vel að okkur í þvi að
halda virðingu Alþingis nógu vel á lofti
— það vantar mikið á það. Og á undan-
förnum árum hefur ýmislegt, sem
þingmenn hafa gert, runnið mér til rifja
því ég er mikill fylgismaður Alþingis og
þess kerfis sem þjóðfélag okkar byggist
uppá.
— Ihaldsmaður i þeim efnum?
— Já, ég er óskáplega fastheldinn og
þá ekki síst á þá fáu siði sem enn tíðkast
á Alþingi. Þó ég sé fastheldinn þá er ég
ekki ihaldsmaður I stjórnmálum og hef
aldrei verið. Sumir segja að ég sé krati.
Ætli það helgist ekki mest af þeim
jarðvegi sem ég er sprottinn upp úr og
þeim jarðvegi sem ég hef starfað I — þ.e.
lifsskoðun minni. Ég er einlægur
l.tbl. Vikan 13