Vikan - 10.01.1980, Síða 30
Draumar
Þrír gullhringar í
pósti
Draumráöandi Vikunnar.
Viltu vinsamlegast ráöa
sérstœöan draum minn. Mig
dreymdi að ég opnaði bréffrá
fyrrverandi manni mínum og í
bréfinu voru 3 gullhringar en
ekkert annað. Mér fannst sem
hann vœri að endursenda sinn
hring og að þetta væru of
margir hringar. þar sem ég ber
minn giftingarhring og vissi
það í draumnum.
Með fyrirfram þakklœti.
G
í miðri Viku
Þessi draumur boðar líklega
óvæntar fréttir og jafnvei gjöf.
Hverjar fréttirnar verða
nákvæmlega er ekki mögulegt
að segja til um, til þess hefði
dreymandi þurft að lýsa meiri
smáatriðum, sem miklu máli
skipta í ráðningu. Þessir atburðir
eða fréttir tengjast fyrrverandi
manni þínum að einhverju leyti
en sem fyrr sagði er ekki hægt
að segja með nokkurri vissu á
hvern hátt þau tengsl verða.
Fjandi í arninum
Ég ætla að biðja þig að ráða
fyrir mig draum sem mig
dreymdi fyrir nokkru.
Mér fannst ég vera stödd í
herbergi með fleira fólki og
þarna inni var maður sem mér
fannst vera fræðimaður úr
biblíunni. Hann var aö lesa
upp einhverja skrá þar sem
mér var geftnn arinn. sem var
þarna í herberginu. Mér fannst
það mjög skrítið að mér skyldi
vera gefmn arinn, en svo
fannst mér ég vita það allt í
einu. Það var nefnilega
fjandinn í arninum og ég átti
að drepa hann! Ég henti svo
eldspýtu í arininn og þá
kviknaði eldur á þeim stöðum
sem djöfullinn var á. Ég tók
sverð og hjó af honum
höfuðið, þar sem ég sá móta
fyrir því I draumnum og þá
spratt hann fram í mannslíki.
Og allt í einu var ég komin í
skikkju með hettu, sem slútti
langt framfyrir andlitið. Ég
tók í hann og fór með hann að
rúmi, sem var þar, og stakk
tveim ftngrum í augun á
honum og boraði eins langt og
ég gat. Mér leið ekkert illa
meðan ég var að þessu því að
mér fannst ég vera að gera
góðverk fyrir mannkynið.
Svo vaknaði ég og lengri
varð draumurinn ekki.
Með fyrirfram þökkfyrir
birtinguna.
0348-6028
Miklir erftðleikar verða á vegi
þínum. sennilega af völdum ein-
hvers nákomins, og þú munt
þurfa á öllum þínum skapstyrk
og krafti að halda til þess að
vinna bug á erftðleikunum.
Þetta mun þér þó takast eftir
mikla og erftða baráttu og þú
stendur mun betur að vígi eftir
en áður.
Gullarmband og
hringur á hendi
Kæri draumráðandi!
Mig langar að biðja þig að
ráða fyrir mig tvo drauma.
Fyrri drauminn dreymdi mig
fyrir ári.
Mér fannst ég koma ofan úr
fjárhúsi og á leiðinni sé ég
glitra á eitthvað á götunni. Ég
tek það upp og sé að það er
gullarmband, .s vo ég set það á
handlegg minn. Mér fannst
standa eitthvert útlent orð á
því.
Síðari draumurinn er svona:
Mér fannst ég vera stödd í
sjoppu og einhverjir tveir litlir
strákar voru á undan mér. Þá
man ég allt í einu að ég er með
trúlofunarhring á hendinni og
ég lyfti hendinni upp á
afgreiðsluborðið svo þeirsjái að
ég sé búin að opinbera. Mér
fannst sjálfri að hringurinn færi
vel á hendinni.
Með kærri þökk fyrir birting-
una. Kœrkveðja.
Ein bráðlát.
Báðir draumarnir boða það
sama, ástarsamband, og mun
það líklega verða langvarandi.
Sterk tákn í báðum draumum
benda eindregið til giftingar eða
trúlofunar og líklegra er að
draumurinn rætist innan
skamms tíma.
Stór peningur í
draumi aftur og
aftur
Kæri draumráðandi!
Mig langar að fá ráðningu á
draumi sem mig hefur dreymt
þrisvar sinnum undanfarið með
stuttu miUibili en þó ekki sömu
nóttina.
Mig dreymdi að fyrir framan
mig lá stór peningahrúga á
borði, allt 10 krónu peningar
eins og myntin er í dag. Mér
fannst ég fara að róta í
peningahrúgunni með hægri
hendi og þá kom í Ijós stór
peningur, svona á að giska á
stærð við meðalstóra Nivea-
kremdós og talsvert þykkri
öðrum megin. Ég hef aldrei séð
svona stóran pening.
Tvisvar var draumurinn
alveg eins en í þriðja sinn sá ég
bara stóra peninginn. Ekki man
ég eftir neinni tölu á peningn-
um nema 5 og óljós 0. Það var
sami litur á honum ogá 10
króna peningnum.
Ég vonast eftir svari fjót-
lega. Með kœrri kveðju og
fyrirfram þökk.
Hulda
Ýmislegt á eftir að koma þér á
óvart á næstunni og í ákveðnu
máli áttu betra gengi að fagna en
þig helur dreymt um hingað til.
Þar er þó um eina mikilvæga
hindrun að ræða en þó ekki
óyfirstíganlega ef þú tekur á
honum stóra þinum. Atburðir
þessir verða mjög afgerandi og
minnistæðir og munu líklega
hafa ófyrirsjáanleg áhrif á
framtíð þína.
Ég sagði krökkunum að þú hefðir farið til tunglsins.
30 Vikan Z. tbl.