Vikan


Vikan - 10.01.1980, Blaðsíða 43

Vikan - 10.01.1980, Blaðsíða 43
 ~r*. <■ + *’*>■*■ x •'***«*•*■•*• •■*! ¥VV» *» * • > ?v^ V" v- >V <* >c .,. v",... r *r~A*«v ""--.f • >&*>•* *t*- ■*<>> .A^ 1 % W% , 4CK.x»-\ «■-•• -"#■. íé: v M í - f#/ #A* Ci >c «■ ^.^v< 1 - ?.?*•"** v v: ’ | > \ %< v ^ '» w ••Þaö er sjaldan talað um látið fólk sem heppið,” sagði hún kuldalega. „Þú veist vel við hvað ég á,” svaraði Btuce. „Ég er að tala um þegar hann var á lifi. Þú getur ekki neitað því að hann var heppinn þá. Allt sem hann snerti —” „Það var ekki bara heppni, Bruce. Hann lagði mjög hart að sér, það veistu vel. Hann varð ekki ríkur á að vinna sem fréttamaður. Hann hafði bæði útvarpið °g sjónvarpsþáttinn, en —” Bruce hló stuttaralega og greip fram í fyrir henni: „Og þú trúir því að það hafi séð honum fyrir bil eins og Mercedes Benz þó að hann hafi verið öruggur fjár- hagslega í þessari vinnu sinni?” Það var eitthvað mikið breytt við Bruce, sem Claire gat ekki gert sér grein fyrir. Það var ótrúlegt, en Bruce virtist Vera á barmi örvæntingar. Rödd hennar var hörð þegar hún sagði: „Hann vann fyrir því.” HaNN settist allt i einu niður við skrifborðið og I sterkri dagsbirtunni sá hún þreytuhrukkur i andliti hans þegar Framhaidssaga eftir Hildu Rothwell UNDIR AFRÍKU HIMNI TÍUNDI HLUTI hann sagði: „Claire, veistu hvað þeir innfæddu voru vanir að kalla Dermott? Þeir kölluðu hann Nefið. Það var næstum því hægt að sjá það, þegar hann gekk þefandi um göturnar. Það fór ekkert fram hjá honum, það get ég sagt þér. Ekkert.” Claire svaraði ekki. Hún minntist þess að Henry Hallet hafði sagt eitthvað í þá áttina. „Og þegar hann var i lögreglunni,” hélt Bruce áfram. „Heldurðu ekki að hann hafi búið að því? Ég veit betur. Makelíubúar treystu honum — þótti vænt um hann. Og hann var á sífelldu flakki um landið. Manstu ekki eftir þvi? Inni i frumskógunum og jafnvel uppi í Walushi.” „Walushi? Mwelya Pape dó á trúboðssjúkrahúsinu þar.” „Hann dó ekki aðeins þar, góða min. Hann fæddist þar líka, sem er sennilega ástæðan fyrir því að ræfillinn lagði það á sig að hverfa aftur þangað þegar hann vissi að hann átti ekki langt eftir. Honum var kennt í trúboðsskólanum þar. Það voru aðventistar þar, og hvort sem þú nú veist það eða ekki þá eru þeir óvitlausir — og þú skalt ekki halda að Dermott hafi ekki gert sér grein fyrir því.” „En, ég skil ekki — ” „Sjáðu nú til, Claire. Ég hef farið þangað sjálfur. Ég hef kembt allt landið í leit að þessum bölvuðu málverkum sem þessi hálfviti, Pape, reyndi næstum þvi að gefa í burtu við hverjar einustu dyr sem hann kom að, fyrir brauðbita eða gamla skyrtu. Þeir gátu ekkert gert fyrir hann hjá trúboðsstöðinni. Þeir reyndu að kenna honum einhverja iðn en hann vildi ekki gera neitt annað en mála.” Bruce tók upp glasið. þambaði úr þvi og hélt siðan áfram: „Ég veit minna en ekkert um list. En ég talaði við einn af aðventistunum þarna uppfrá. Hann áleit einnig að að vissu leyti hefði Pape verið brjálaður. Hann sagði: .Sennilega, það eru flestir snillingar i einhverjum skiln- ingi.’ Og eins og ég sagði þér vita þessir náungar um hvað þeir eru að tala.” Þegar Bruce þagnaði andartak, skaut Claire inn í: „Það er einhver frammi í versluninni.” Hann bölvaði i hljóði, ýtti tómu glasinu til hliðar og flýtti sér inn i dimma verslunina. Claire fannst hún allt í einu vera dauðþreytt. Hún krækti sér i stól með öðrum fætinum og lét sig falla niður i hann. Svo að Bruce hafði aðeins unnið að einu vissu marki öll þessi þrjú ár sem hann hafði haft verslunina. En hvað var að ske? Andstaða hans — hatur jafnvel — gegn Dermott hafði haft meiri afleiðingar en hann hafði nokkum tíma gefið í skyn, það var augljóst. Átti hann við að Dermott hefði ekki haldið sig alveg við lögin? Hún hristi höfuðið. Eitt var öruggt, Bruce var annaðhvort farinn að fara slíkar leiðir sjálfur eða þá hafði hann ekkert á móti þvi ef um einhvem ávinning var að ræða. Hitinn i litla herberginu var kæfandi. Það, ásamt viðbjóðnum á manninum sem hún hafði ætlaðað giftast, rak hana á fætur og út í bakgarðinn. Þar var allt i niðurniðslu. Kassar höfðu verið opnaðir og skildir eftir þar sem þeir stóðu þaktir rauðleitu ryki. Hún gekk að vörugeymsl- unni og mundi allt i einu eftir Efraim, en þar var læst. Síðan reyndi hún að berja á dyrnar en aðeins þögnin svaraði henni. V^-LAiRE ákvað að koma sér I burtu, án þess að fara aftur inn i verslun- ina. Hún gæti hringt í Bruce og sagt honum að hún gæti ekki gifst honum. En um leið og hún hafði ákveðið þetta vissi hún að þó að hana langaði ekki til að sjá hann aftur gæti hún ekki bara gengið I burtu á þann hátt. Hvað svo sem hann hafði gert, eða hafði hugsað 2. tbl. Vikan 43
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.