Vikan


Vikan - 10.01.1980, Page 45

Vikan - 10.01.1980, Page 45
Framhaldssaga sér að gera, þá var hann ekki sá Bruce sem hún hafði haldið að hún þekkti. Hann átti heima í þessum blindu árum i lifi hennar sem hún vildi nú gera allt til aðgleyma. Hún myndi fara frá Makelia. Það hefði hún átt að gera fyrir löngu. Hún myndi fara aftur til Englands, fá sér vinnu og ibúð og eins mörg áhugamál og hún gaeti. Hún snerist ákveðin á hæli og gekk yfir bakgarðinn. Hún myndi segja Bruce þetta augliti til auglitis. Hún varð að gera það. Og siðan væri þetta liðið hjá. Hann var einmitt að koma inn úr versluninni þegar hún kom aftur inn í bakherbergið og stundarkorn stóðu þau aðeins og störðu hvort á annað. Þá hefði hún getað svarið að Bruce vissi að allt væri búið á milli þeirra. ..Hvar er Abinal?” spurði hún. ..Hanner ekki hér." „Eins og Ali. En hvar er hann?” Undir Afríku- himni 55.A.LI er farinn. Ég hef rekið hann.” Bruce hló þurrlega, tók síðan tóma bjórflöskuna og glasið og lagði það i vaskinn. „Ég hafði ekki efni á að halda honum lengur.” Hann yppti öxlum eins °g það skipti ekki máli, siðan, eins og hann væri að tala við sjálfan sig, spurði hann: „Hvar var ég. Ó, já, ég var einmitt að segja þér —” „Ég held ekki að ég hafi áhuga á að heyra það, Bruce. Ég kom til að segja þér —" „En þú verður að hlusta á mig. Þú skilur ekki neitt, er það? Veistu hvað hann sniðugi gamli Dermott þinn gerði? Hann vissi að það væri eitthvað sérstakt við myndir Papes — treystu Nefinu. Hvert sem ég fór hafði Dermott verið á ttndan mér. Trúirðu því? Þú veist það eins vel og ég að þeir innfæddu kaupa ekki málverk og það eru ekki neitt sérlega margir Evrópu- ntenn hér. Eigendurnir voru allir af vilja gerðir þegar Dermott kom og sagði þeim hve veikur og illa haldinn vesalings Pape væri og að hann væri að kaupa upp tnyndirnar hans til að gefa þær gallerii i Blackrock svo að listamaðurinn gæti fengið meiri striga og liti. Lygarinn' Aðventistarnir sáu Pape fyrir þessum vörum gegn þvi að fá nokkrar myndir i kirkjuna þeirra." „Ég trúi þessu ekki,” mótmælti Claire. „Þessu sem þú ert að segja um Dermott.” Bruce hló nú hæðnislega og spurði: „Gerirðu það ekki, Claire? Hvernig veistu hvað hann var að gera þegar hann var úti á landi? Dermott var furðulegur é margan hátt og hann setti sér sín eigin 'ög sjálfur. Það ættirðu að vita.” „Hvar eru myndirnar þá? Hvar setti hann þær í geymslu?" Bruce hló. „Það er nú rióminn af brandaranum. Hvar heldurðu að hann hefði geymt þær? — Þar sem engum öytti nokkurn tima i hug að leita?" „Ég veit það ekki. Ég get ekki hugsað mér neinn slikan stað.” „jú, það er til einn slíkur staður. Hvað um verslun sem er fyllt upp undir þak af drasli? Verslun sem er rekin af gömlum manni, sem ekki er aðeins að dauða kominn heldur orðinn mikið kalkaður, svo mikið að hann skildi hvorki upp né niður í því sem Dermott var að segja. Allt sem frændi minn, Caleb, vissi var að Dermott myndi borga honum fyrir geymsluna. Síðan ætlaði hann að sækja málverkin þegar hann væri tilbúinn. Geturðu hugsað þér betri stað, Claire?” „En síðan — eldurinn —? „Ó, já. Eldurinn.” Bruce hló aftur. „Það er engin furða þó að maðurinn þinn hafi hatað mig. Það er heldur engin furða þó að hann hafi byrjað að breiða út sögusagnir um að ég hafi kveikt í sjálfur. „Caleb gamli var búinn að færa þær fram i búðina. Allt saman.” Axlir hans skulfu. „Allar þessar heimsóknir, inn á heimili, bari og klúbba, til að safna mál- verkunum, öll þessi vinna, allar þessar áætlanir sem Dermott hafði gert, og svo tekur Caleb gamli myndirnar fram i búðina. Fyrir honum voru öll oliumál- verkin eins. Og svo dettur hann niður dauður einn góðan veðurdag. „Aumingja Dermott var hér daglegur gestur eftir brunann. Hann elti mig eins og varðhundur, með nefið i öllum hornum. Einu sinni kom ég út úr vöru- geymslunni og kom að honum á fjórum fótum rótandi og tætandi eins og vitlaus maður inni i versluninni. Hann var að leita að málverkunum, en það leið langur timi áður en hann sagði mér sannleikann.” Öll gamansemi var nú sem strokin af Bruce og það var næstum illkvittni í rödd hans, sem kom illa við Claire, þegar hann sagði: „Ég vissi að það var stafli af olíumálverkum uppi undir loftinu i horninu þarna, en ég var nýkominn og vissi ekki hve mikils virði þær gátu verið. Hugsa sér. þær voru þarna beint undir nefinu á mér og ég vissi það aldrei! Claire, það var ekki ég sem kveikti í. Það var í eina skiptið sem Nefinu skjátlaðist. Hann vildi þó aldrei trúa mér. Hann spurði mig jafnvel hvað ég hefði gert við afganginn.” Claire stóð upp og um leið og hún ýtti stólnum aftur sagði hún: „Dermott keypti þær, svo að ef það sem þú ert að segja er satt, þá hefur hann ekki gert neitt ólöglegt.” „Allt i lagi. Tækifærissinni.” „Ekki einu sinni það. Það var Dermott að þakka að fólk uppgötvaði Pape.” „Vertu nú eins og fullorðin mann- eskja, Claire!” hvæsti Bruce og starði út yfir bakgarðinn reiðilegur á svipinn. „Hundruð þeirra,” tautaði -hann við sjálfan sig. „Caleb gamli hlýtur að hafa keypt þær í fjölda ára. Hver einasti Makeliubúi, sem hélt að hann gæti málað tré eða dregið beint strik, hlýtur að hafa komið hér að minnsta kosti einu sinni.” Hann sneri sér aftur að Claire og sagði reiðilega: „Þú skilur ekkert ennþá, er það? Caleb leit þessi málverk Dermotts nákvæmlega sömu augum og allt draslið í geymslunni. Ef of mikið var orðið af þeim á einum stað voru þær bara færðar á einhvern annan. Heill veggur í vörugeymslunni var þakinn olíumálverkum frá gólfi til lofts. Og auðvitað var Caleb gamli byrjaður að safna saman öðrum eins haug inni í versluninni.” Rödd hans titraði. „Abinal vissi þetta - hafði alltaf vitað það. Hann vissi nákvæmlega hvað gamli maðurinn hafði gert. Og veistu hvenær honum fannst tímabært að segja mér frá þessu?” G 'LAIRE starði á Bruce, eins og hún væri að sjá hann í fyrsta skipti, og hristi höfuðið. „Þegar bréfið kom frá þessum náunga frá Bandarikjunum, þá fyrst hóstaði hann þessu upp úr sér. Kaninn hafði auðvitað skrifað utan á bréfið til Caleb gamla en það var til Langleyverslunar- innar — það er ég — svo að ég opnaði það. Ég hafði ekki hugmynd um hvað hann átti við, svo að ég spurði Abinal.” Hann hló. „En, Bruce,” sagði Claire, „jafnvel þó að þú finnir þessi Papemálverk þá áttu þau ekki. Derm —" Allt í einu þagnaöi hún. Nei, Dermott átti þau ekki. Hún átti þau. „Við eigum þau, ekki satt, Claire?" rödd Bruces var mjög lág. Claire hristi höfuðið. „Þú átt við —” Bruce þagnaði. „Ég giftist þér ekki, Bruce. Mér þykir það leitt. Það er þannig að — " „Að hvað? Að þessi mjúkmælti kettl- ingur i næsta húsi hefur blindað þig full- Gamlar stiörnur gleymast seint ÞÚSUNDIR HEIMSÆKJA DÁNARSTAÐ MARC BOLANS Enski söngvarinn Marc Bolan átti sér marga aðdáendur meöan hann lifði. Hann lést í bílslysi árið 1977, er hann ók utan í tré á Mini-bll sínum. Það tré er nú orðið allt að því helgur staður í augum aðdáenda hans. Á dánardægri Bolans streyma aðdá- endur — aðallega stúlkur í þúsundatali að trénu og láta tárin streyma í nokkrar minútur. Sumar láta sér ekki nægja að gráta. Þær rista nafn stjörnunnar í trjábörkinn og skera gjarnan út hjarta utan um það. Marc Bolan var trúlofaður söng- konunni Gloriu Jones, er hann lést. Hún var einmitt með honum í bílnum er slysið varð. Z. tbl. Vikan 45

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.