Vikan


Vikan - 10.01.1980, Síða 46

Vikan - 10.01.1980, Síða 46
Framhaldssaga komlega. Eða kannski geturðu ekki lagt þig niður við að giftast venjulegum kaupmanni?” Allt í einu breyttist framkoma Bruces og hann varð næstum því biðjandi. „Sjáðu nú til, Claire. Ég hef sagt þér eins og er, ekki satt? Ég er ekki að reyna að svindla á þér. Við munum giftast.” „Nei.” „Þú ert bara í vondu skapi. Þú átt eftir að skipta um skoðun.” „Nei. Og, Bruce, hvar er Abinal?" „Hann stakk af. Hann fór á bjórfylliri — þvi að — jæja, því að —” „Hann vildi fá sinn hluta af ágóðanum?” Bruce strauk fingrunum í gegnum hár sér og tautaði: „Það er þessi sonur hans. Abinal málar svoiítið, eins og þeir gera flestir hér um slóðir, og hann byrjaði á að fara fram á að ég seldi myndirnar hans um leiðog Papes.” Hann reyndi að skipta um umræðu- efni og hélt áfram: „Viku eftir viku höfum við verið að leita. Á hverju kvöldi eftir iokun höfum viðskriðið um í vöru- geymslunni i rykinu og skítnum langt fram á nætur. Claire, geturðu imyndað þér hvernig það er? Ég þorði ekki að fara fram hjá einni einustu niynd. Ég vissi að ég myndi ekki þekkja Pape frá hinum. Þetta hefur verið hræðilegt puð. Abinal var sá eini sem vissi hvernig þær lita út. Spáið í spil Verður hjónabandið betra? Fer fjárhagurinn batnandi? Þú getur fengið svarið við þessum og öðrum persónulegum spurningum með því að nota bara venjuleg spil, segir fræg tarotspákona. — Það er hægt að spyrja spilin að öllu því sem fólki liggur á hjarta. Það þarf bara að læra þýðingu þeirra, segir Ethel Taylor, sem kennir að spá í tarotspil í Florida. — Það er unnt að yfirfæra merkingu tarotspilanna til venjulegra spila, segir hún. — ÞarmeðgÉit.ur hver sem er notað innsæi sitt til' að líta. inn i framtíðina, jafnvel þó haiin' kunni ekkert fyrir sér í hinni fomu list, tarotspádómum. Taylor ráðleggur fólki að einfalda málið með því að nota aðeins níu spil. Og þau eru: Ég greiddi honum fyrir yfirvinnu, en það var ekki nóg.” Hann þagnaði og Claire fannst hann vera eins og örvæntingin uppmáluð, en hann tók aftur upp þráðinn og endurtók: „Það er þessi Efraim. Hann sagði við föður sinn að ég væri að misnota hann, að hann ætti rétt á að fá helminginn. Því fær hann að biða eftir! Claire” — aftur var kominn bænartónn í rödd Bruces — „hvað heldurðu að ég geti haft upp úr þessu? Reyndu að geta þér til um það?” Svo að fjársjóðir Papes voru aftur orðnir eign Bruces. Ekkert sem hún hafði sagt hafði breytt skoðun hans. En á einhvern undarlegan hátt fannst Claire Bruce eiga málverkin skilin. Vegna ásakana þeirra sem eiginmaður hennar hafði látið i Ijós í garð Bruces varðandi eldsvoðann hafði tryggingar- félagið neitað að greiða skaðann að fullu. Svo mikið var þá vist. Hvað aðdrótt- anir Bruces i garð Dermotts varðaði var hún ekki svo viss. Sennilega myndi enginn nokkurn tima fá að vita allan sannleikann varðandi þær. Allt í einu var Claire sama. Hún vildi að minnsta kosti ekkert hafa með mál- verkin að gera. Hún var bæði leið og þreytt á Bruce og lygum hans um hvernig hann hefði fundið eitt málverk hér og annað þar. Það hafði aðeins verið til að leyna þvi sem hann var að aðhafast í raun og veru. Henni varð hugsað til orða Rebeccu og brennandi reiði Efraims. Bruce hafði sennilega aldrei ætlað henni að vita sannleikann. Það voru hreinlega kröfur Abinals sem höfðu gert hann of örvæntingarfullan til að reyna að leyna þessu lengur. Claire tók upp handtösku sína og gekk fram að versluninni um leið og hún sagði: „Ég vil ekki fá málverkin. Þú mátt eiga þau. En ég held að þú ættir að vita að Efraim kom hingað með mér og hann var ekki í neinu sólskinsskapi. En það er nokkuð sem þú verður að sjá um sjálfur. Annað er —” „Já?" Bruce horfði dauflega á hana. „Tim Reilly er að ganga frá útvarps- þætti með þér og hr. Halliday.” „Ég veit það. Hann hringdi i mig.” „Þá geturðu komist að samkomulagi við hann. Vertu sæll Bruce.” Þótt ótrúlegt væri lét hann hana fara án þess aðsegja eitt einasta orð. Birtan á götunni var blindandi og hitinn inni í bílnum óþolandi. Claire opnaði allar dyrnar og beið þar til hún gat snert á stýrinu og leit um leið i kringum sig eftir Efraim. Hún var einmitt að setja lykilinn í kveikjuna þegar hann rak svart krullað höfuðið inn um bilgluggann og sagði á sinn opna hátt: „Ég verð að vera hér lengur, frú. Ég verð að finna föður minn." Undir Afríku- himni Claire hikaði. Siðan sagði hún: „Hr. Langley segir að hann sé drukkinn.” „Faðir minn drekkur ekki!” „Ó, Efraim, þú veist að það er ekki satt. Hann hefur oft komið til mín til að heimsækja Rebeccu og oft fengið sér bjór í glas.” „Ég á við að faðir minn drekkur aldrei óhóflega, frú. Ég fer nú sjálfur til hr. Langley og spyr hvar hann sé, og hann mun verða að segja mér sannleikann." Hann lyfti hendinni. „Þakka þér fyrir samfylgdina, frú. Hafðu þaðgott.” Á leiðinni heim var sem þungu fargi væri létt af Claire. 1 fyrsta skipti í allt of langan tima var hún raunverulega frjáls. Laus við Dermott, laus við Bruce, laus, þótt undarlegt mætti virðast. við leiðin- legar hugsanir sinar um systur sína, Ruth, umhyggjusemi hennar og afskipti. Að lokum var hún fær um að standa á eigin fótum; fær um að fara héðan og byrja nýtt líf sem yrði hennar eigið. FRAMTIÐIN í SPILUM Tíguldrottning: Hún táknar þig sjálfa, ef þú ert kona. Fyrir karl- mann táknar hún eiginkonu eða unnustu. Tígulkóngur: Hann táknar þig sjálfan ef þú ert karlmaður. Fyrir konu: Eiginmaður eða unnusti. Laufadrottning: Kona sem hefur mikil áhrif á líf þitt. Hún gæti verið móðir þín, vinkona, systir, yfirmaður — hver sú kona sem lætur sig líf þitt miklu skipta. Komi hún upp í spilunum þínum þýðir það að þú nærð einhverju takmarki með aðstoð konu. Laufakóngur: Hefur sömu merkingu og laufadrottning — nema hvað nú er það karlmaður sem á í hlut. Tígulásinn: Þetta spil er aðal- tákn peninga. Hann táknar þau efnahagslegu gæði sem þú sækist eftir. Komi hann upp í spilunum þínum geturðu verið næsta öruggur um fjárhagslegan gróða. Hjartatían: Hún er spil ástar- innar. Komi hún upp þýðir það að hjónaband þitt eða eitthvert ástarævintýri sem þú átt í blómgast og dafnar — eða að nýtt ástarævintýri sé í upp- siglingu. Laufaásinn: Þetta spil gefur jákvætt svar við hverri þeirri spurningu sem þú kannt að hafa beint að spilunum. Hann þýðir sigur, framgang og ánægju. Spaðatían: Hún táknar einhvern- þröskuld sem verður á vegi þínum. Þér ríður bara á að komast yfir hann. Þetta spil táknar: Láttu ekki hugfallast — og þér mun takast að ná tak- marki þínu. Laufatían: Hún táknar fjarlægð. Komi hún upp þýðir það að ein- hver í fjarlægð hefur áhrif á svarið við spurningu þinni. Taylor ráðleggur eftirfarandi aðferð til að lesa úr spilunum: Ef þú ert karlmaður taktu þá tígulkónginn og leggðu hann á mitt borðið. Fyrir konu er það hins vegar tíguldrottningin. Stokkaðu hin spilin átta hægt 46 Vikan 2. tbl.

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.