Menntamál


Menntamál - 01.03.1935, Page 6

Menntamál - 01.03.1935, Page 6
4 MENNTAMÁI. ekki aðeins fjárliagslegar og stjórnarfarslegar, heldur fyrst og fremst sálrænar og félagsfræðilegar, en eftir er að vita, hvort manneðlinu er svo þröngur stakkur snið- inn, að því geti ekki tekizt að laða sig eftir hinum nýju skilyrðum vélamenningarinnar, eða hvort einungis er um stundar óskapnaðarástand að ræða, sem stafar af þvi ósamræmi, sem komizt hefir á milli verklegra framkvæmda og lífsskilyrða almennings annarsvegar, og ui>peldis og andlegs þroska hinsvegar. Eg vil i þessu sambandi nel'na tvær höfuðbreytingar, félagslegs eðlis, sem gera nýjar og áður óþekktar kröf- ur til alls almennings. Eg á hér við hinn almenna kosn- ingarrétt, í stuttu máli, lýðræðið, og svo hið nána sam- band, sem vegna hraða í viðskiftalífi og samgöngum er komið á milli einstaklinga, stétta og þjóða, jafnvel i fjar- lægustu stöðum hnattarins. Það eru glögg dæmi um þetta samband, að stjórnarfar á Spáni, fiskveiðar við N>r- fundnaland, hveitiuppskera í Bandarikjunum og þurrk- ar í Ástralíu geta liaft áhrif á efnahag bænda og sjó- manna í innstu dölum og á yztu andnesjum á íslandi. Ef lýðræðið á að tryggja heill almennings og vera meira en nafnið tómt, útheimtir það gagnrýnandi og liugsandi almenning, sem er þess umkominn að mynda sér sjálf- stæðar skoðanir á lielztu félagsöflum samtíðar sinnar. En hinn meginþátturinn i félagslífi nútimans, sem nefnd- ur var, gerir kröfur til snarræðis og ráðkænsku, til að átta sig á og laða sig eftir breyttum viðhorfum, og um- fram allt kröfur til hæfileikans til bróðurlegs og drengi- legs samstarfs, hvort sem i hlut eiga einstaklingar, stéttir eða þjóðir. Hvernig mundu svo uppeldisliættir þeir, sem algeng- astir eru nú á dögum, samrýmast þessum kröfum? Eg læt þeirri spurningu ósvarað, en vil spyrja annarr- ar: Er ekki býsna algengt enn þann dag í dag, að ala börn upp til blindrar hlýðni og skefjalausrar samkeppni?

x

Menntamál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.