Menntamál


Menntamál - 01.03.1935, Blaðsíða 6

Menntamál - 01.03.1935, Blaðsíða 6
4 MENNTAMÁI. ekki aðeins fjárliagslegar og stjórnarfarslegar, heldur fyrst og fremst sálrænar og félagsfræðilegar, en eftir er að vita, hvort manneðlinu er svo þröngur stakkur snið- inn, að því geti ekki tekizt að laða sig eftir hinum nýju skilyrðum vélamenningarinnar, eða hvort einungis er um stundar óskapnaðarástand að ræða, sem stafar af þvi ósamræmi, sem komizt hefir á milli verklegra framkvæmda og lífsskilyrða almennings annarsvegar, og ui>peldis og andlegs þroska hinsvegar. Eg vil i þessu sambandi nel'na tvær höfuðbreytingar, félagslegs eðlis, sem gera nýjar og áður óþekktar kröf- ur til alls almennings. Eg á hér við hinn almenna kosn- ingarrétt, í stuttu máli, lýðræðið, og svo hið nána sam- band, sem vegna hraða í viðskiftalífi og samgöngum er komið á milli einstaklinga, stétta og þjóða, jafnvel i fjar- lægustu stöðum hnattarins. Það eru glögg dæmi um þetta samband, að stjórnarfar á Spáni, fiskveiðar við N>r- fundnaland, hveitiuppskera í Bandarikjunum og þurrk- ar í Ástralíu geta liaft áhrif á efnahag bænda og sjó- manna í innstu dölum og á yztu andnesjum á íslandi. Ef lýðræðið á að tryggja heill almennings og vera meira en nafnið tómt, útheimtir það gagnrýnandi og liugsandi almenning, sem er þess umkominn að mynda sér sjálf- stæðar skoðanir á lielztu félagsöflum samtíðar sinnar. En hinn meginþátturinn i félagslífi nútimans, sem nefnd- ur var, gerir kröfur til snarræðis og ráðkænsku, til að átta sig á og laða sig eftir breyttum viðhorfum, og um- fram allt kröfur til hæfileikans til bróðurlegs og drengi- legs samstarfs, hvort sem i hlut eiga einstaklingar, stéttir eða þjóðir. Hvernig mundu svo uppeldisliættir þeir, sem algeng- astir eru nú á dögum, samrýmast þessum kröfum? Eg læt þeirri spurningu ósvarað, en vil spyrja annarr- ar: Er ekki býsna algengt enn þann dag í dag, að ala börn upp til blindrar hlýðni og skefjalausrar samkeppni?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Menntamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.