Menntamál


Menntamál - 01.03.1935, Side 40

Menntamál - 01.03.1935, Side 40
38 MENNTAMÁL staðar jafnframt verið notuÖ gáfnapróf. Nýlega hefir prót’essor i upppeldisfræði í Birminghatn, C. Valentine að nafni, hafið rannsókn á því, hvernig þetta val hefir heppnazt. Rannsókn dr. Valentine’s, sem vakið hefir mjög mikla eftirtekt, virðist ótvírætt leiða það í ljós, að yfirleitt séu inntökuaðferðir i menntaskólana ensku, svo og aðferðir við úthlutun námsstyrkja, mjög ófullnægjandi, en þó mjög mismundandi góðar. eftir skólahverfum, t. d. áberandi betri árangur, þar sem gáfnapróf- in voru notuð með hinum.*) Hér er ekki rúm til að gera nánar grein fyrir þessum til- raunum, en verður að nægja að vísa til bókanna neðanmáls. en eg mun hinsvegar í tillögum mínum, sem hér fara á eftir, hafa þessar tilraunir að nokkru leyti til hliðsjónar. En till. eru í stuttu máli á þessa leið: 1) Skólastjórar allra barnaskóla á landinu (eða námsstjórar, sem vœntanlega verða bráðlega skipaðir í sveitum og þorp- um) scu skyldugir, hver í sínum skóla eða skólaumdœmi, að tilkynna frœðslusmálastjóra að áliðnum vetri um alla nemendur á aldrinum 12—14 ára, sem þeir telja að kom- ið geti til mála að rcynist hœfir til náms í menntaskóla. Skal fylgja rökstutt álit með hverjum einum. 2) Allir þeir unglingar ,sem þannig er stungið upp á, skulu, ef þeir hafa heilsu til, ganga undir inntökupróf á því vori, og sé prófið þrennskonar: a) Próf í íslensku og reikningi, þar sem öll áherzla sé lögð á að meta leikni í nauðsynlegustu undirstöðu- atriðunum. b) Almennt þroska- eða gáfna-próf, sniðið með þennan sérstaka tilgang fyrir augum. c) Hœfileikapróf, búið til í því skyni, að gefa bend- ingar um einstaka hœfileika, einkum þá, sem mikið reynir á við nám í œðri skólum, t. d. hœfileika til að nema erlend mál eða stœrðfræði. *) C. W. Valentine, M. A. D. phil.: The Reliability of Examina- tions, London 1932.

x

Menntamál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.