Menntamál - 01.08.1935, Síða 3

Menntamál - 01.08.1935, Síða 3
Menntamál VIII. ár. Jóhannes úr Kötlnm: Born. Ó, elsku barn, með blys í dökku auga og bros á rauðri vör! Þú mikla spurning, framtíð lífs og listar, — þú ljós á vorri för! Þu hjartahreini vinur vors og blóma! I veru þinni sé ég markið ljóma. Er borgin drúpir, föl og full af kvíða, með fána í hálfa stöng, í þínu létta, yndishlýja hjali ég heyri nýjan söng; . . ég' veit þar sjálfan fuglinn Fönix kvaka og fljúga hratt með sól og vor til baka. í heitum, óðum andardrætti þínum er endurfædd vor þrá . . Þú hlærð og klappar saman litlum lófum og lyptir þér á tá, og frá þér streymir grænna grasa angan, er geislar dagsins strjúka þér um vangann. Apr.—Agúst 1935. 6

x

Menntamál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.