Menntamál - 01.08.1935, Blaðsíða 12

Menntamál - 01.08.1935, Blaðsíða 12
90 MENNTAMÁJ. aldlegs efnis, —- þar sem efni Mysteri-leikjanna var ætíð trúarlegs eðlis, — liggur beint við að álita, að starf- semi og leikritagerð þessara leikflokka, sé sú undir- staða eða upphaf, sem nútímaleikritagerðin og nútíma- leikhúsið sé sprottið upp af. Mysteri-leikirnar hafa aftur á móti horfið úr sögunni, nærri þvi að fullu og öllu, þó að sýningarnar i Oher- ammergau á Þýzkalandi megi leljast til þeirra, og þó að einstöku sinnum heri það við, að eitt eða annað leik- hús taki til meðferðar eitllivert af þessum forhgrip- um, þá mega þetta teljast undantekningar, sem heyra frekar til fortíðinni en nútíðinni. Jafnframt þessum visi til borgaralegrar leiklistar. hélt leiklistin innreið sína í skólana víðsvegar um Evrópu. Skólastjórarnir skrifuðu sjálfir leikritin og tóku þar til meðferðar viðfangsefni, sem lágu að mestu fyrir utan skólana. í leikritum þessum voru t. d. oft svæsn- ar stjórnmálaárásir, vægðarlausar ádeilur á embættis- menn ríkisins, háa sem lága. Leikir þessir voru sýndir af nemendum skólanna, og voru þeir ekki einungis mjög vjnsælt skemmtiatriði, heldur líka og raunar miklu fremur, voru þeir álitnir mikilsvert og veigamikið upp- eldisfræðilcgt atriði, og ekki óhugsandi, að þeir hafi haft eitthvert gildi í þá átt, þó að manni verði á að efast um, að uppeldisfræðingar þeirra tiiha, hafi álitið efni þessara leikrita sem hezt fallið til framsagnaræf- inga fyrir nemendurna, eins og þau koma leikliúsmönn- um og uppeldisfræðingum nútímans fyrir augu. En hitt er víst, að heztu skopleikir miðalda-Evrópu sverja sig ótvírælt í ætt við beztu skólaleikina, eins og t. d. hinn nafnfrægi, franski skopleikur „Maistre Mi- min“, sem minnir svo mjög á Erasmus Montanus eftir Ludvig Holberg. Enginn vafi er heldur talinn leika á því, að þar hafi Holberg haft fyrirmyndina að sínum leik.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Menntamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.