Menntamál - 01.08.1935, Blaðsíða 57

Menntamál - 01.08.1935, Blaðsíða 57
MENNTAMÁL 135 kennara mér til aðstoðar. Þótt hér sé ekki um langan námstíma að ræða, virðist mér nemendur hafa tekið góðum framförum. Flestir hafa getað synt að lokum 1000 m. innan við 27 mínútur og 100 m. innan við 2 min. Bezti sundhraði hér var i velur 1000 m. á 18 mín. 36 sek., og 100 m. á 1 mín. 34 sek. í vetur dvaldi hér norskur sldðakennari og færðu nemendur sér það í nyt, þegar færi gafst. — Yfirleitt er of mikið tómlæti um vetrar- íþróttir hjá oss íslendingum. Allir ættu að eiga skíði og nota þau, þegar snjó leggur. Börnin ættu að læra að stafa sig áfram á skíðum, jafnsnemma og stauta í stafrófskverinu sínu. Eins og ykkur nemöndum mínum er kunnugt, er allt fátæklega búið hjá mér, og því miklu ver en eg vildi. Er þvi ætlun mín, að verja öllu því, er eg get af mörkum látið, til bóta á húsakynnum og allri íhúð. Þeir nemendur, sem dvöldu hér fyrsta veturinn, urðu að notast við sundlaug hlaðna úr torfi og litinn leikfimissal. Nú hefi eg steypt sundlaug, byggt sérstakan leikfimisskála og hætt við leikfimisáhöldum. Visir til bókasafns er myndaður, og er það mest fyrir lofsverðan áhuga ykkar nemendanna. Nokkrir liafa sent skólanum bækur, eftir að þeir voru farnir héðan. Stærsta bókagjöfin til safnsins eru Islendingasögurnar, i skinnbandi, sem Hérðssambandið Skarphéðinn gaf. Á hverju laugardagskvöldi eru málfundir. Nemendur sjá lika um útkomu handritaðs blaðs. Af þessu hvorutveggja er oft bezta skemmtun. Ferðir eru farnar á liverjum vetri um nágrennið. Er það einkum upp á Bjarnar- fell, að Gullfossi og að Laugarvatni. Þetta eru nú helztu atriðin úr starfseminni hérna. Margt er fellt burtu, sem eg veit, að þið hefðuð gaman af að heyra um, en verður að biða þar til við hittumst. Eg hefi i hyggju að starfa næsta vetur, eins og að undanförnu, og tel eg víst, að íullskipað verði hjá mér, þrátt fyrir kreppuna. Engin kreppa er háskalegri en sú, ef æska þjóð- arinnar drúpir liöfði i feld sér og heldur höndum i skauti. Þið skrifið mér og segið frá högum ykkar. Starfið og horfið rakkir fram á leið.“ Þótt bréfkafli þessi hafi verið nokkuð langur, þá fannst mér rétt að taka hann í heilu lagi, svo skýrt gæti komið fram, hvernig sá áhugamaður vill starfa, er álitur íþróttirnar eitt bezta upp- eldismeðalið. Og það er litlum efa bundið, að Sigurður Greips- son er hér á réttri leið, er hann lætur skóla sinn starfa milli ver- tiða, á þeim tima, sem annars mundi fara hjá mörgum til litils gagns. Skólastarfið í framtíðinni mun meir og meir hníga í þá átt, að verða tómstundavinna, er hinir námfúsustu nota sér til þekkingar og þroska. Sú námsaðferð er heppilegri vegna þess, að
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Menntamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.