Menntamál - 01.08.1935, Blaðsíða 29

Menntamál - 01.08.1935, Blaðsíða 29
MENNTAMÁL 107 Það þarf að semja um það bækur, til leiðbeiningar fyrir al- menning. Það þarf að gefa foreldrunum ráð og reglur um hversu andleg heilbrigði barnanna verði læzt varin og eðlileg holl skap- gerð bezt mótuð. Kennarar þurfa að kynna sér þessi efni ýtar- lega og fræða svo foreldra* Það þarf að skrifa um þessi ei'ni í blöð og timarit, sem allir landsmenn lesa, það þarf að ræða þetta og skýra í útvarpi o. s. frv. Hér er mikið alvörumál á ferðum, þvi að þótt lifið sé alltaf að kenna manninum og móta hann allt fram á grafarbakkann, þá valda 4—G fyrstu árin af lifi mannsins meiru um það, hvaða maður hann verður og hvaða afrek hann vinnur í lífinu, en öll önnur æfiár hans til samans. Um þetta kemur saman öllum helztu nútíma barnasálarfræð- ingum, t. d. Sigmund Freud og öðrum þeim, sem leggja sálgreini- aðferðir (Psykoanalyse) til grundvallar fyrir rannsóknum sín- um. Þá leggja á þetta ríka áherzlu sálarfræðingarnir Bertrand Russel, Jhon Dewey, Iíarl Biihler, Charles Boudouin, L. P. Jacks og J. B. Watson, svo að aðeins séu fáir nefndir. Fram að þessu hefir íslenzka barnakennara skort kunnáttu og leikni til að kenna (byrjendum) smábarnakennslu, í lestri og öðru frumnámi barna. Þetta stafar af þrennum ástæðum. í fyrsta lagi er það, að til mjög skamms tíma hafa kennaranemendur fengið mjög litla og ófullnægjandi kennslu i byrjunarkennslu barna. Annars vegar hefir ekki byrjunarkennslan náð undir skólaskylduna, og hefir þá byrjunarkennslan eigi allsjaldan lent i höndum þeirra, sem ekki höfðu kennslu að aðalstarfi sínu, eða þá kennara, sem kenndu byrjendum aðeins um stundarsakir eða þangað til að þeir fengu fastar stöður við skóla. í þriðja lagi hefir það um allmörg ár verið mjög á reiki liversu byrjunarkennslunni skyldi hagað. Það má öllum ljóst vera, að mjög veltur á því, að fyrsta kennsl- an sé vel og skynsamlega af hendi leyst. Og þar sem nú byrj- unarkennslan er meira og meira að færast inn í skólana og slcóla- skylda barna verður vonandi mjög fljótlega m.iðuð við fyrsta byrjunarnámið, þá er mjög þýðingarmikið að þessi kennsla verði * Um hina sálfræðilegu hlið uppeldisins er nú til fjöldi bóka á Norðurlandamálum, t. d.: Charles Boudouin: Barneopdragelsens psykanalytiske bakgrunn, Oslo 1933. — S. Fryd: Psykoanalyse, Oslo 1930. — Sigurd Næsgaard: Psj'koanalyse, Köbenhavn 1929. — Bertrand Russel: Om opdragelse, særlig i den tidlige Barne- alder, Oslo 1927. — John B. Watson: Psykologisk barneopdra- gelse, Oslo 1932. — A. S. Neill: Vanskelige Börn, Köbenhavn 1933.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Menntamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.