Menntamál - 01.08.1935, Síða 20

Menntamál - 01.08.1935, Síða 20
98 MENNTAMÁL mikilli sýningu. Fyrst og fremst var þetta íslenzk sýning, en hún hafði þó nærrænan svip, þar eð Svíar, Danir, Norð- menn og jafnvel Færeyingar tóku þátt í henni. Sænski hluti sýningarinnar var nemendavinna og hafði sænska skólasafnið (Svensk Skolmuseet) annast val sýn- ishorna, sem að mestu voru vinnubækur og handavinna frá barnaskólum i Stockhólmi. Hið efnismikla og að öLlu leyti prýðilega safn vinnubóka var e. t. v. það sem mestan áhuga vakti af öllu þvi, sem þarna var sýnt. Eg lieyrði mörg þakkarorð falla í garð kennslumálafulltrúans Hj. Bergs fyrir þá miklu greiðvikni, sem hann auðsýndi með undirbúningi sænskrar skólasýningar i þessu afskekkta og fjarlæga landi. Einnig vakti hin eðlisfræðilega handavinna frá kennara- skólanum i Gautaborg mikla athygli; sú deild sýningar var jiarna fyrir milligöngu J. H. Guslafson’s. Það sem ís- lenzku kennararnir höfðu áður reynt á þessu sviði, var byggt á þýzkum fyrirmyndum, en það sem hér kom fram virtist liafa meiri tilgang í sér fólgið. Af hjálpartækjum við kennsluna (skólanauðsynjum) hafði „Svenska bokförIaget“, ásamt öðrum bókaforlögum sent allmikið sýnishorn kennslu-, lestrar- og handbóka. Ennfremur voru á sýningunni landabréf, veggmyndir og sýnishorn allskonar efna og áhalda viðkomandi kennslu í eðlisfræðilegum greinum. Að einu leyti var sænska sýn- ingardeildin fullkomin: Þar var saman komið allt það efni íil notkunar vinnubóka, sem þekkt var fram að þeim líma. Danska sýningardeildin var fjölbreytt og fræðandi, sýnishorn nemendavinnu — að mestu teikningar og vinnu- hækur, ennfremur uppeldisfræðileg rit frá dönskum bóka- forlögum. Danska sýningin var skipulögð af forstöðumanni danska skólasafnsins, Paul Möller, scm einnig flutti ítarlegt og fróðlegt erindi i sambandi við sýninguna. Noregur hafði sent bækur um ujipeldismál og Færeyjar

x

Menntamál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.