Menntamál - 01.08.1935, Blaðsíða 32

Menntamál - 01.08.1935, Blaðsíða 32
110 menntamál h) barnið vill láta segja sér sögur, i) barnið les, í) barnið skrifar og semur um eitthvert efni, j) barnið reiknar o. s. frv. Auðvitað fara fleiri atriði af þessum oftast saman í einu, en þó er venjulega eitthvert aðallega ráðandi á hverju þroskaskeiði barnsins, þangað til síðast að barnið nær allfjölhæfri þekk- ingu og leikni. Eg mun nú ieiða hjá mér að ræða hér um þrjú fyrstu atriðin, vegna þess, að meðferð þeirra efna, sem þar ræðir um, heyra fremur til annarsstaðar en i þessari grein. Þó má geta þess, að sálarfræðinga greinir mjög á um það, hvenær börn almennt fari að skynja ákveðna hluti og greina milli þeirra. Watson álítur, að börn muni ekki almennt aðgreina hluti né hljóð fyrstu 2—3 vikurnar. Aftur segir hann, að öll ungbörn (nýfædd) svari vissum ertingum á likama þeirra með ákveðnum hreyf- ingum. T. d. ef komið sé við ilina með prjóni eða oddmjórri spýtu, þá spenni það sundur tærnar. Um það, livort barn taki eðlilegum framförum, segir hann t. d., að sex mánaða barn eigi að geta haldið höfði og að níu mánaða eigi barnið að vera farið að skríða á fjórum fótum, ef það skríði á annað borð. Um þessi aldursstig hafa nú verið gerðar ógrynni rannsókna og skrifaður fjöldi bóka. Og þó að kennararnir hafi lítið með börnin að gera á þessum aldri, þá þurfa þeir að sluðla að þvi eftir megni, að með börnin verði farið frá fyrstu bernsku eftir fyllstu kröfum barnasálarfræðinnar. Meðferð og uppeldi barn- anna fyrstu 2—4 árin er ef til vill þýðingarmeiri fyrir barnið en allt nám barnsins á skólaaldri og reynsla barnsins alla æf- ina þaðan i frá. Russel tekur svo djúpt í árinni, að hann segir, að ef til vill sé mesti glæpurinn við barnið sá, að öllum sé ekki gert að skyldu að ala barnið og uppfræða fyrslu 1—3 árin, eftir ströngum kröfum barnasálarfræðinnar og undir eftir- liti þar til faglærðra manna. Það er gömul venja, að líta svo á, að fyrsta uppfræðslan geti farið að byrja, þegar barnið fer að tala, en bæði Russel og Watson vilja láta hana byrja, þegar barnið fer að skynja sund- urgreinda hluli. Það fyrsta, sem barnið talar, eru einstök orð, sem þá koma í stað heilla setninga, um það sem barnið vill láta í ljósi. T. d. segir það: pabba, mamma, sem á að þýða, eg vil koma lil pabba, eða eg vil að mamma taki mig. Bela, eg vil fá pela o. s. frv. Þetta þekkja allir, og það virðist auðvelt að svara þessu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Menntamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.