Menntamál - 01.08.1935, Page 64

Menntamál - 01.08.1935, Page 64
142 MENNTAMÁL hnefa, að hann hafi meiri stéttarkennd sem bókaút- gefandi en sem kennari. A. Signi. Fyrirgefið Villijálmi, Þegar Yilhjálmur Þ. Gíslason hrósaði skólaræðum sr. Magnúsar, að maklegleikum, í útvarpinu í vetur, fannst honum viðeigandi að ráðast á kennarastéttina með órökstuddu tali um vanmátt hennar og vanrækslu á ýmsum sviðum og þá ekki sízt á trúmálasviðinu. — Voru ýmsir argir yfir þessu frumhlaupi Vilhjálms og vildu taka hann hörðum tökum. En þegar litið er á allar kringumstæður mannsins, þykir rétt að fyrirgefa honum, því hann vissi ekki til lilítar hvað liann var að gera. G. M. M. Alltaf í þynnra, þynnra. Nefnd presta og kennara, sem fjallar um kristindóms- fræðslu barna, hefir samþykkt tillögur um lestur barna í kristnum fræðum. Virðist manni að börnunum sé ætl- að að lesa minnst 450—500 blaðsiður í þessari grein. I greinargerð segir nefndin réttilega, að hvergi sé „stagl“ hættulegra en í kristnum fræðum. Henni virð- ist því hafa dottið í hug það snjallræði að þynna út kristindóminn. Formaður nefndarinnar er séra Ás- mundur Guðmundsson. G. M. M. Helga Sigurðardóttir: Lærið að matbúa. Matreiðslubók og ágrip af næringarefnafræði. Reykjavík 1934. Eins og nafnið bendir til, er þetta kennslubók i matreiðslu. í formála fyrir bókinni segir höf., að hún sé einkum ætluð til notkunar við kennslu í barnaskólaeldhúsum, en til þessa liefir engin bók verið til hér á landi, sem talizt hefir nothæf til þess. Kennslukonurnar hafa því vanalega orðið að láta nemendurna sjálfa skrifa upp allar fyrirsagnir um matreiðsluna, og hefir það vafalaust oft verið ýmsum erfiðleikum bundið og þvi ekki komið að tilætluðum notum. Frágangur á þessum uppskriftum hefir oft

x

Menntamál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.