Menntamál - 01.08.1935, Blaðsíða 56

Menntamál - 01.08.1935, Blaðsíða 56
134 MENNTAMÁL Rómverja og Hellena. En út í þennan samanburð skal þó ekki farið lengra að þessu sinni. — Lengi hefir Haukadals ekki verið minnst, en nú er þar aftur menntasetur. Sigurður Greipsson, víðförull maður og marghert- ur, hefir stofnað þar iþróttaskóla. Hann vill á ný skapa likams- menningu meðal íslendinga, eigi lakari en var á söguöld. Og það er líklegt, að íþróttirnar geti þroskað alla íslendinga, lifað áfram og þróast og jafnframt verið undirstaða nýrra menningar- strauma, er verða jafn óbrotgjarnir og þeir, er Haliur og Teit- ur komu af stað fyrrum í Haukadal. Margir iþróttamenn okkar viðurkenna nú, það sein víkingarnir forfeður okkar vissu, að skynsamlega iðkaðar iþróttir stæla og styrkja hug og líkama manna. Þær eru þvi bezta ráðið til þess að hægt sé að lifa i hrjóstrugu og erfiðu landi og ganga teitir mót hættum þeim, er hvervetna ögra. — Sigurði er það ljóst, að hann verður að haga skólanum eftir islenzkum staðháttum og starfa á þeim tima, er íslenzkt búalið hefir minnst að gera heima fyrir. Til þess nú að gefa sem réttasta hugmynd um starf Sigurðar, þá vil eg iála hér fylgja kafla úr bréfi, er hann skrifaði gömlum nemanda sínum síðastliðið vor. Bréfkaflinn er svona: „Á þessari auglýs- ingaöld og skýrslutímum er venja að gefa yfirlit uin það, sem starfað hefir verið. Mér hefir sést yfir þetta að inestu, en nú vil eg bæta um það með því, að segja hér frá starfseminni i stór- um dráttum. Eg hefi þegar haldið uppi námskeiðum í fimm vet- ur, og hafa þau staðið frá 1. nóv. til 15. febr. (3% mán.). Fyrstu tvo veturna voru auk þess eins mánaðar námskeið, frá 1. marz til 1. april, fyrir yngri nemendur. Að loknu námskeiðinu 1930 fór eg til Hóla í Hjaltadal og var þar við iþróttakennslu um tíma. Næsta vetur, er eg hafði lokið námskeiðinu hér heima, fór eg norður að Laugum í Þingeyjarsýslu og dvaldi þar við íþrótta- kennslu um hríð. Það má segja, að hér sé fimm ára áætlun lokið, þótt ekki hafi hún verið gerð í Sovét-Rússlandi eða miði til neinnar stórbyltingar. En sá, sem hefir starfslöngun og nokkra fórnarlund, verður að gera áætlanir og starfa á eigin ábyrgð, og það er honum sigur, að ekki hviki langt frá því, sem ætlað var. Að jafnaði hefir verið fullskipað í skólanum hjá mér Þg hafa því dvalið hér 130 menn. Flest eru þetta ungmennafélagar víðs- vegar að af landinu. Að loknu námskeiði hafa nemendur horfið heim til sín, eða leitað til verstöðvanna og haft þar atvinnu það sem eftir var vetrar. Nokkrir hafa dvalið hjá mér tvö námskeið. Kennslu hefir verið hagað likt öll árin. Auk iþrótta hefir verið veitt kennsla í almennum námsgreinum. Hefi eg því haft einn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Menntamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.