Menntamál - 01.08.1935, Blaðsíða 58

Menntamál - 01.08.1935, Blaðsíða 58
136 MENNTAMÁl., ln'in slítur ekki námsfólkið út úr lifrænu starfi. En nám það, sem eingöngu er bundið við bókina, gerir nemendurna oft og tíðum fjarlæga almennum, daglegum viðfangsefnum og óhæfa til þess starfa, er annars hefðu getað aukið og þroskað fjölhæfni þeirra. Að visu hefir hin svokallaða skólaleikfimi átt að bæta úr þessu. En leikfimi i barnaskólum okkar, eins og mörgum öðrum skól- um, er svo illa fyrir komið, að hún er litið annað en nafnið tómt. Og skammt á veg væru leikfimismál íslendinga nú komin, ef ein- stakir menn utan skólanna hefðu ekki haft þar forustu. En um ágalla skólaleikfiminnar vil eg ekki ræða nú. En þetta vil eg undirstrika að síðustu: Sagan ber það skýrt með sér, að þjóð- irnar Hellenar, Rómverjar og Norðurlandabúar hafa við íþrótta- iðkanir náð svo mikilli hreysti, að engar samtímaþjóðir stóðu þeim á sporði. Fjölþætt andleg menning hjá þessum þjóðum á rót sína að rekja til íþrótta. Leikfimi og iþróttir eiga að vera einn aðalþátturinn í uppeldis- starfi íslendinga. I fyrsta lagi vegna þess, að allir atvinnuvegir Jjjóðarinnar eru harðsóttir og krefjast þreks, krafta og viljafestu. í öðru lagi vegna þess, að leikfimis- og iþróttaiðkanir eru þær heilbrigðustu og mest siðbætandi skemmtanir, sem ungir menn og gamlir geta gefið sig að. — Þröngsýni, viljaleysi, móðursýki, trúarofstæki, þunglyndi og aðrir slikir sjúkdómar, stafa oftast af einhæfri hreyfingu, vondri líkamshirðu, — það er að segja sóða- skap og slæmri meltingu. En þeir, er stunda fjölþætta leikfimi og íþróttir, verða þessa manna sízt varir. íslenzka þjóðin ætti, sjálfrar sín vegna, að fylgjast vel með störfum þeirra manna, er reyna að hrúa hyldýpið, sem n ú er milli eðlishátta lands vors og þjóðarinnar sjálfrar. En brúar- smiðirnir eru fyrst og fremst frjálslyndir leikfimismenn og íþrótta- menn. Vorskólar. Vorskólastarfsemi eykst með ári hverju í bæjum og þorpum, enda er nám úti í frjálsri náttúrunni hið farsælasta við blóma- söfnun, jurta og steina. Auk þess er leikjastarfsemi ríkur þáttur í slíkum skólum. Bóklegar námsgreinir eru naumast aðrar en
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Menntamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.