Menntamál - 01.08.1935, Blaðsíða 28

Menntamál - 01.08.1935, Blaðsíða 28
106 MENNTAMÁL arinnar, því að hún er í augum nútíma sálarfræðingsins ekki einasta hrottaskapur, heldur beinn glæpur við barnssálina. Afleiðingin aí þessu öllu verður svo sú, að hlutverk skólans er hreytt. Áður fyr var skólinn eingöngu fræðslustofnun, þar sem börnin áttu að læra af kennaranum, fyrst og fremst allar námsgreinarnar og með þeim fagra siði og gott hjartalag. En nú vill sálarfræðingurinn lála skólann vera fyrst og fremst uppeld- isstofnun, þar sem nemandinn vinnur í námi, leik og starfi eins og frjáls og hamingjusamur einstaklingur undir handleiðslu kennarans. II. Eg hefi nú rætt hér á undan um hin breyttu viðhorf um upp- eldi barna og í starfi skólans. Og vil eg þá vikja nokkrum orð- um að því, hversu uppeldið og skólastarfið verður framkvæmt, samkvæmt hinni nýju uppeldis- og sálarfræði, í byrjunarkennslu barna eða smábarnakennslunni, eins og lnin er oft nefnd. Mér er þó Ijóst, að hér er um mjög vandasamt efni að ræða, og i rauninni það efni, sem vandasamast er i uppeldi og skóla- starfi öllu. Fyrst og fremst vegna þess, að af uppeldi og mótun manns- ins á öllum aldursslceiðum hans, þá eru fyrstu aldursárin þau langvandasömustu og raunar þýðingarmestu. Ekki eingöngu vegna iíkamlegs þroska, heldur og andlegrar þjálfunar og mót- un skapgerðar. Eftir þvi, hversu tekst um fyrstu aldursárin i lifi mannsins fer það að langmestu leyti, hvort maðurinn verður hamingjusöm vera eða ekki. í öðru lagi hefir þessu aldursstigi uppeldisins verið tiltöluiega lítill gaumur gefinn af kennurum, vegna þess, að börnin hafa, fyrstu 7—8 árin, verið í liöndum heimilisins, og jafnvel fyrsta kennslan hefir verið framltvæmd af foreldrunum sjálfum eða af eldri systkinum. Erlendis er þó byrjunarkennslan komin i hendur skólanna í nálega öllum löndum álfunnar. En hér á landi hefir þetta verið skipulagslaust og foreldrum í sjálfsvald sett, hvort þeir létu börn- in til smábarnakennarans eða ekki. Sú eina leiðbeining, sem heimilin hafa átt kost á í lestrarkennslunni hafa verið stafrófs- kverin. Um aðrar leiðbeiningar í uppeldi og uppfræðslu smá- barna hefir ekki verið um að ræða. Hér er óhemju mikið verk óunnið. Það þarf að veita foreldr- um leiðbeiningar um meðferð smábarna. Læknar hafa að vísu samið bækur um heilsuvernd barna, en um meðferð hinnar and- legu hliðar i uppeldinu hefir ekki verið skeytt.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Menntamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.