Menntamál - 01.08.1935, Qupperneq 43

Menntamál - 01.08.1935, Qupperneq 43
MENNTAMÁL 121 börnum, sem ekkert sérstakt er að. Þetta hefir verið mjög mis- ráðið og öllum hlutaðeigöndum skaðlegt, börnum, foreldrum, vanda- mönnum og kennurum. Kennarar hafa séð vandkvæðin og fundið mest til þeirra. Þeir liafa kvartað undan þessari tilhögun, en enga áheyrn fengið hjá yfirmönnum sinum. Engar endurbætur hafa enn verið gerðar, sem komið hafa að verulegum notum og una mætti við í framtíð. Hefir fram að þessu aðeins verið leitast við að bæta úr brýnustu stundarþörfum með skyndi-tilhögun. Foreldrum er einnig ljóst, að siðprúð börn og siðlítil börn eiga ekki að vera saman. Forstöðumenn skólanna og kennarar kann- ast vel við þær óskir vandamanna barnanna, að láta börnin þeirra vera með góðum böraum. Og þeir kannast einnig við upp- gjöf ráðamanna harnanna, er lýsir sér i þessum orðum og því- líkum: „Það ræðst ekkert við barnið heima, við erum í algerð- um vandræðum með það. Barnið má ekki i sollinum vera. Það væri ef til vill reynandi að koma því upp í sveit. En það vill enginn hafa það, og sízt til lengdar.“ Og það hefir komið fyrir, að vandræðabörnin hafa verið rekin úr almennu skólunum, án þess að sjá þeim fyrir noklcurum verustöðum. Allar dyr uppeldis- stofnana hafa verið þeim lokaðar, og þau hafa fengið betra næði en áður að dansa i sollinum. Vandamenn þeirra, ef nokkurir voru, stóðu ráðþrota. Þetta má ekki viðgangast lengur. Vanþroska börnin má e k k i reka út á gaddinn. „Einu og beztu lirræðin eru, að koma þeim upp í sveit,“ segja ýmsir forráðamenn. En nú er það takmarkað, hve mörgum börn- um er liægt að koma fyrir í sveitunum, á úrvalsheimili. Og séu börnin verulega vanþroskuð, þá er ekki eftirsóknarvert fyrir heimilin að taka þau börn i fóstur, og allra sízt, ef börn eru fyrir á heimilunum. Nú spyrja menn: Hverjir eiga að dæma um, hvaða börn séu vandræðabörn eða svo vanþroska, að taka þurfi úr hópi ann- ara barna? Því er fljótsvarað. Það gera fyrst og fremst kenn- arar, vandamenn, læknar og löggæzlumenn. Ekki verður deilt um það, að siðprúð börn hafa illt af þvi að vera með illa siðuðum börnum. Og vanþroskuðu börnin þarfn- ast að vera sér. Þau þurfa annað námsefni og aðra meðferð. Þeir menn eru til, sem telja það ekki mannúðlegt að einangra þessi vangæfu börn. En þeir menn misskilja það, sem verið er að gera. Þeir telja, að verið sé að hegna barninu. Og þeir gleyma, að ekki er hægt að komast hjá þvi, að barnið verði þess vart, að það er öðruvísi en önnur börn. Það veit, hvers vegna það
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Menntamál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.