Menntamál - 01.08.1935, Blaðsíða 46

Menntamál - 01.08.1935, Blaðsíða 46
124 MENN'J'AMÁL sem þá var sýnt hér á kvikmyndum, og þarf raunar engra vitna við um áhrif og bölvun þvílíkra mynda.“ Þetta er rétt mælt og einarðlega. Kemur þessi skoðun Hjör- vars heim við skoðun þá, sem eg hefi látið í ljós í Barnavernd- arnefnd Reykjavíkui-, á kennarafundum og innan nefndar presta og kennara. Og enn kemur sama skoðun fram í ágætum grein- mn, sem Gunnar kennari Magnúss hefir ritað um skaðleg áhrif ljótra kvikmynda á börn og unglinga. Vitanlega vei-ður ekki komist lijá því, að börn og unglingar sjái og heyri ýmislegt ljótt. En kvikmyndunum fylgja þeir töfr- ar, að fljótt lærist það, sem þær bregða upp fyrir vitund áhorf- enda. Unglingar eru sólgnir í að leika athafnir fullorðna fólksins, og þyrftu athafnir þess að vera fyrirmynd, sem leika mætti og lifa eftir. Hvert haldi þér, að börnum, unglingum og æskumönn- um sé hollara að kynnast fróðleik, fegurð og list, en þjófnaði, mannvígum og lauslæti? Ekki verður deilt um svarið. Kvik- myndir í öllum svonefndum menningai’löndum jarðarinnar færa þjóðunum mikinn fróðleik, dýrmæta fegurð og margbreytta list. En mannvinir og umbótamenn vilja þetta ágæti óblandað, sora- laust. Mannkynið er ekki eins fullkomið og það ætti að vera. Þvi kemur illa saman. Úlfúðin og yfirganguriun hafa of víða völdin. Það er mikið til af vandræðafólki á jörðu þessari. Og þess vegna er ekki að undra, þótt til verði vandræðabörn, sem hvorki tjónkast við heima eða í skólum. Nú er farið að kalla vandræðabörnin vangæf börn, og þykir það mýkra í munni og meiða síður. Hver eru nú einkenni þessara svokölluðu vand- ræðabarna? Þau eru þessi: Börnin eru uppstökk, ófyrirleitin, svörul, hrekkj- ólt, ófróm, skemmdagjörn og ósannsögul. Þau berja önnur börn og jafnvel fullorðið fólk, ef orði hallar. Allur1 þessi vanþroski er auðvitað á mismunandi stigi hjá börn- um þessum, og orsakir vanþroskans og uppeldisleysisins eru fjöl- margar og harla ólíkar. Hnupl, ósannsögli og fleiri ókostir barna eiga oft rætur að rekja til uppeldis, sem var öðruvísi en það átti að vera, beint eða óbeint. Það kemur fyrir, að börn neyð- ast til að segja ósatt. Þau geta gripið lil þess að kaupa sig und- an ávítum eða hegningu með ósannindum. Einnig geta þau tekið fyrir að hnupla af þörf eða ef þau eru eggjuð á það. Öðru hvoru gera þau þetta hvorttveggja af hermifýsn. Og enn geta þau framið hvort tveggja af fávísi. Þau líta á allt umhverfi sitt öðrum aug- um og af annari sjónarhæð en fullorðna fólkið. —
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Menntamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.