Menntamál - 01.08.1935, Blaðsíða 47

Menntamál - 01.08.1935, Blaðsíða 47
MENNTAMÁL 125 Sumir uppeldisfræðingar fullyrða, að ekkert barn fæðist ósann- sögult né ófrómt, heldur verði börnin svona i sambúð við full- orðna fólkið. Þeir álíta, að misheppnað uppeldi og spillt þjóðfé- lög geri þau að vandræðabörnum. Önnur skoðun er til þessu viðvíkjandi. Hún er sú, að sum börn fæðist með lélegt innræti og ýmsar illar hvatir, sem stöðugt komi greinilegar í ljós, eftir þvi sem barnið eldist. Nokkur sannleiki mun vera í báðum þess- um skoðunum. En vist er það, að vandræðabörn eru til. Sé reynt að kynnast þvi, hvað amar börnunum og veldur vand- ræðunum, þá fyrst er hægt að fara að lækna þau. En það verð- ur ekki gert til lilítar, nema í uppeldisstofnunum, hælum eða skólaheimilum, sem uppeldisfræðingar stjórna. Þar eru börnin látin lifa reglubundnu lífi og þar er beitt við þau öðrum kennslu- aðferðum en i almennu skólunum. Það verður að skilja barnið og læra að fara með það. Læknar skoða fyrst líkami manna, áður en þeir ráðleggja eða skrifa lyfjaávísun. Forstöðumenn hæl- anna láta athuga börnin og reyna þau; að því loknu byrjar lækningin. Fyrsta vera barnsins á hælinu, skólaheimilinu eða í vinnuskólanum er reynslutími. Margar rætur eru að hverjum einum ókosti barnsins. Þær geta legið í umhverfinu, þar sem börnin alast upp, og þær geta legið i liðnum tíma, nær eða fjær. En hvar sem ræturnar liggja og hverjar sem orsakirnar eru, þá verður að reyna að finna þær. Starf hælanna er að eyða illum hvötum barnanna en glæða góðar hneigðir. Mikið getur verið til af góðum eiginleikum hjá mestu vandræðabörnum, en þær blunda og hafa orðið undir um stund í berserksgangi lakara eðlis. Það verður að gera meira fyrir þessi börn en gert hefir verið hér á landi fram að þessu. Ástandið, sem er, má ekki haldast. Og mest er þörfin umbótanna í fjölmennustu skólum ríkisins. Vandræðabörnin mega ekki fá tækifæri til að sýkja alheil og siðprúð börn. Kennarar þekkja bezt af reynslu sinni, hve fjarri lagi það er, að liafa vandræðabörnin með almennum börnum. Iikki þarf nema eitt vandræðabarn til að sýkja að einhverju leyti heila deild í skóla. Tækifærin eru bæði úti og inni. Einhver börn i hópi almennu barnanna geta verið veik fyrir og þurfa ekki náin kynni né nána umgengni, til þess að smitast. Og áður en varir er öll deildin sýkt. En séu nú tvö eða fleiri vandræðabörn i deildinni, telcur sýkingin skemmri tima. Vandræðabörnin glepja kennsluna og sundra vinnufriði.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Menntamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.