Menntamál - 01.08.1935, Síða 47

Menntamál - 01.08.1935, Síða 47
MENNTAMÁL 125 Sumir uppeldisfræðingar fullyrða, að ekkert barn fæðist ósann- sögult né ófrómt, heldur verði börnin svona i sambúð við full- orðna fólkið. Þeir álíta, að misheppnað uppeldi og spillt þjóðfé- lög geri þau að vandræðabörnum. Önnur skoðun er til þessu viðvíkjandi. Hún er sú, að sum börn fæðist með lélegt innræti og ýmsar illar hvatir, sem stöðugt komi greinilegar í ljós, eftir þvi sem barnið eldist. Nokkur sannleiki mun vera í báðum þess- um skoðunum. En vist er það, að vandræðabörn eru til. Sé reynt að kynnast þvi, hvað amar börnunum og veldur vand- ræðunum, þá fyrst er hægt að fara að lækna þau. En það verð- ur ekki gert til lilítar, nema í uppeldisstofnunum, hælum eða skólaheimilum, sem uppeldisfræðingar stjórna. Þar eru börnin látin lifa reglubundnu lífi og þar er beitt við þau öðrum kennslu- aðferðum en i almennu skólunum. Það verður að skilja barnið og læra að fara með það. Læknar skoða fyrst líkami manna, áður en þeir ráðleggja eða skrifa lyfjaávísun. Forstöðumenn hæl- anna láta athuga börnin og reyna þau; að því loknu byrjar lækningin. Fyrsta vera barnsins á hælinu, skólaheimilinu eða í vinnuskólanum er reynslutími. Margar rætur eru að hverjum einum ókosti barnsins. Þær geta legið í umhverfinu, þar sem börnin alast upp, og þær geta legið i liðnum tíma, nær eða fjær. En hvar sem ræturnar liggja og hverjar sem orsakirnar eru, þá verður að reyna að finna þær. Starf hælanna er að eyða illum hvötum barnanna en glæða góðar hneigðir. Mikið getur verið til af góðum eiginleikum hjá mestu vandræðabörnum, en þær blunda og hafa orðið undir um stund í berserksgangi lakara eðlis. Það verður að gera meira fyrir þessi börn en gert hefir verið hér á landi fram að þessu. Ástandið, sem er, má ekki haldast. Og mest er þörfin umbótanna í fjölmennustu skólum ríkisins. Vandræðabörnin mega ekki fá tækifæri til að sýkja alheil og siðprúð börn. Kennarar þekkja bezt af reynslu sinni, hve fjarri lagi það er, að liafa vandræðabörnin með almennum börnum. Iikki þarf nema eitt vandræðabarn til að sýkja að einhverju leyti heila deild í skóla. Tækifærin eru bæði úti og inni. Einhver börn i hópi almennu barnanna geta verið veik fyrir og þurfa ekki náin kynni né nána umgengni, til þess að smitast. Og áður en varir er öll deildin sýkt. En séu nú tvö eða fleiri vandræðabörn i deildinni, telcur sýkingin skemmri tima. Vandræðabörnin glepja kennsluna og sundra vinnufriði.

x

Menntamál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.