Menntamál - 01.10.1949, Side 3

Menntamál - 01.10.1949, Side 3
MENNTAMÁL XXII. 2. SEPT.—OKT. 1949 Steingrímur Arason sjötugur. „Kærleikurinn hann doðnar aldrei.“ I. Kor. 13. Nýlega varð Steingrímur Arason kennari sjötugur. Hann er, sem kunnugt er, einn hinna fremstu brautryðj- enda í uppeldismálum landsins. Ævi hans og starf er efni í mikla ritgerð, og væri vel, ef einhver tæki sér fyrir hend- ur að rannsaka og gera grein fyrir þeim miklu og marg- víslegu áhrifum, sem Steingrímur hefur haft á íslenzk skóla- og uppeldismál. Það er sannarlega þess vert. Menntamál verða að láta sér nægja að þessu sinni að skýra stuttlega frá helztu atriðunum úr lífi og starfi þessa merka manns. Steingrímur er fæddur í Víðigerði í Eyjafirði 26. ágúst 1879, sonur Ara Jónssonar bónda og skálds og konu hans, Rósu Bjarnadóttur. Hann stundaði nám í Möðruvalla- skóla og lauk þaðan prófi 1899. Á árunum 1899—1907 stundaði hann barna- og unglingakennslu, settist því næst í Flensborgarskóla og lauk þaðan kennaraprófi. 1908—’IO hélt hann einkaskóla á Jódísarstöðum í Eyjafirði, gerðist síðar kennari við Barnaskóla Reykjavíkur. 1915 lagði hann leið sína vestur um haf, stundaði þar nám, fyrst einn vetur í Morris High School í New York, síðan í Columbía- háskóla 1916—'20, hvarf þá heim og gerðist kennari við Kennaraskólann og gegndi því starfi til 1940 að einu ári 'mdanteknu, 1926—’27, er hann brá sér aftur til Vestur- hejms og stundaði nám við háskóla í Californíu og tók þar

x

Menntamál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.