Menntamál - 01.10.1949, Síða 10
68
MENNTAMÁL
hvort samhljóði skuli ritast einfaldur eða tvöfaldur. T. d.
getur orðið einbeitni skrifast svona eða með tt eftir því
hvort miðað er við stofn sagnar eða lýsingarorðs. Sömu-
leiðis orðið miljón eða milljón — eftir því hvort miða skal
við algengan íslenzkan framburð og rithátt eða latneskan
stofn orðsins. — Læt ég svo þessar tvær aðalreglur liggja
milli hluta. —
En það sem ég á við með mínum freku ummælum um
illa lagðan grundvöll, er einkum þetta:
1. Allmikill f jöldi orða á annaðhvort að skrifast á þennan
veg eða hinn.
2. Allmörg orð, sem um langan aldur hafa almennt ver-
ið skrifuð á ákveðinn hátt, eiga nú að skifta um hljóð-
tákn — og það jafnvel þó að við það skapist undan-
tekningar frá vissum ritháttarreglum.
3. Ekki er reynt að samræma rithátt orða, sem auðvelt
virðist að rita á sama hátt.
4. Reglurnar um notkun z eru færðar svo út í yztu æsar,
að þær munu reynast mörgum erfiðar.
5. Skýringar á sumum ritháttarreglum bókanna eru
ófullnægjandi.
Vil ég nú fara nokkrum orðum um hvert af þessum atrið-
um.
1. Þegar flett er upp í stafsetningarorðabókunum, koma
mörg orð fyrir, sem annaðhvort má skrifa svona eða á
hinn veginn. T. d. skrifaði H. Kr. F. hef og hefur, en síðar
varð algengara að rita hefi og hefir. Nú má hafa hvort sem
er, enda er nú hvort tveggja notað samhliða. — Hví var
algengari reglan eigi látin gilda lengur?
Örfá önnur dæmi vil ég nefna: Þolfallið í kk af þessi
má vera þennan eða þenna, rita má gera eða gjöra ítar-
lega eða ýtarlega, kveld eða kvöld, mylla eða mylna, nýár
eða nýjár, orusta eða orrusta, trippi eða tryppi, tagi eða
tæi (af þessu f.).
Segja má um þessi orð og mörg fleiri, að þessi tvenns