Menntamál - 01.10.1949, Qupperneq 11

Menntamál - 01.10.1949, Qupperneq 11
MENNTAMÁL 69 konar ritháttur hafi tíðkazt um lang'an aldur. En þó að hvorttveggja megi teljast rétt, þá er þetta ekki heppilegt, ef fá skal festu í rithátt orða málsins. Til þess verður að taka annan ritháttinn fram yfir hinn og gera hann gild- andi, að minnsta kosti í skólunum. í sambandi við þetta á vel við að minnast á notkun y og ý í riti. Það reynist mörgum erfitt. En sum orð með i eða í hljóði eru ýmist rituð með i, í eða y, ý svo sem orðið tryppi. Nú er aðalreglan sú að tákna i og ý hljóðin með y — ý, þegar o, ó, u, ú (eða með j á undan) er í stofni orð- anna eða beygingarmyndum þeirra. Hljóðvörpin eru þar oft mjög ljós. Þyngra verður að finna, hvenær y, ý skal rit- að, þegar miða skal við wi (eldri orðmvndir), fornan rit- hátt eða útlend mál. — Læt ég það þó liggja milli hluta. En þegar sagt er í orðabókunum um sum þessi orð, að þau megi skrifa annaðhvort með i eða y, í eða ý og þess er jafn- vel getið um leið, að uppruni sé ,,óviss“, þá virðist mér fræðslan vera skrítin — eða skrýtin —. Eru ekki y og ý rituð í nógu mörgum orðum, þó að þessu annaðhvort eða og óvissum uppruna væri sleppt og orðin rituð með i — í. — Það drægi þó lítið eitt úr ruglingnum. Allmargar samhljóða orðmvndir eru ritaðar ýmist með i — eða y —ý samkvæmt mismunandi uppruna og merk- ingu, svo sem leifa og leyfa, girða og qyrða, skin og skyn, skír og skýr, tína og týna, seiða og seyða. — En komið get- ur það fyrir í ýmsum orðtækjum og orðasamböndum að merkingarmunurinn sé óljós og rithátturinn verði því vafasamur. T. d. skal rita geisa, æða, flana, en geysa, ef dregið er af að gjósa. Mér skilst að rita eigi ,,þeir riðu geyst“. Er þetta skyldara því að gjósa en að æða? Svo ætti það að vera eftir rithætti, en augljóst virðist það ekki. — Þetta og margt fleira þessu líkt þarfnast. nánari skýringar en uámsbækurnar gefa. 2. Þá vík ég að þeirri nýbreytni, að skifta skuli um hljóðtákn í nokkrum orðum, sem um áratugi eða aldir
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Menntamál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.