Menntamál - 01.10.1949, Síða 14

Menntamál - 01.10.1949, Síða 14
72 MENNTAMÁL mynd af heiti fuglsins. — En nú hefir hann um langan aldur heitið máfur í almennu máli. Þannig heitir hann enn í kennslubókum Bjarna Sæmundssonar. Eru þær almennt notaðar í skólum. — Sé á það litið, að þetta heiti fuglsins er fyrir löngu algengt í ræðu og riti, þá skilst mér, að / verði fast í fallmyndum orðsins og eigi því rétt á sér í riti. H. H. segir, að þetta nafn sé „hæpin orðmynd“, en hann sýnir hana þó í öllum fallmyndum, en ritaða með v í stað /. — Á þetta nafn því að vera ein nýja undantekningin frá reglunni um / og v í rituðu máli. Nú vík ég dálítið að öðrum atriðum. Vafasamt hygg ég, að reglan um rr í orðunum fyrr, kyrr og þurr nái fljótlega festu í riti hjá almenningi. Sama máli virðist gegna um rr í þgf. og ef. kvk. í eintölu og í ef. fleirtölu í öllum kynjum af orðinu annar. Víst er sam- ræmi í því við hver, einhver og sérhver 1 sömu fallmyndum. En í þessum síðarnefndu orðum segir framburður skýrar til um rr. Sbr., Yfirvöldin illa dönsk á annari (eða annarri) hverri þúfu.“ „Borðsálmur" J. H. er víða prentaður og víð- ast hvar með orðmyndinni „annari.“ Þegar greini er bætt við nafnið í nefnifalli, helzt fall- ending nafnorðsins vanalega óbreytt á undan greininum, svo sem dagurinn, hóllinn, steinninn. En mætti ekki gjarn- an gera þá undantekningu, að felld væri niður nefnifalls- endingin n í tvíkvæðum orðum eins og himinn, morgunn, aftann og jötunn? Yrði nefnifall með greini þá himininn, morguninn o. s. frv. eða ritað eins og þolfallsmyndir orð- anna. Þetta væri í samræmi við venjulegan framburð, enda hefir verið algengt að rita þannig. Ein stafsetningarreglan er sú að rita j á eftir ý í beyg- ingarmyndum ýmsra orða, þegar a eða n koma á eftir, svo sem í orðunum nýr og hlýr. Heyrist þó tæplega í framburði, hvort j er í orðmyndinni eða ekki. En þetta er föst venja. — Þegar nýr (ný) myndar fyrra hluta í afleiddu orði eða samsettu, er stofn orðsins skeyttur framan við, t. d. ný-

x

Menntamál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.