Menntamál - 01.10.1949, Page 16

Menntamál - 01.10.1949, Page 16
74 MENNTAMÁL auðveldari þarf að finna gullinn meðalveg. — Ég tel mig ekki færan til að vísa þar til vegar. En nefna vil ég nokkur atriði, sem mér virðast varasömust í umræddu efni. Fyrst tel ég það, að mér skilst að z mætti hverfa úr mið- myndarsögnum. Þar er ekki að ræða um lýsingarhátt í germynd, sem endi á d, ð eða t — þó að þau hljóðtákn séu til í þátíð. Rita skal t. d. að öðlast, ferðast, reiðast og annast, en hefir öðlazt, ferðazt, reiðzt og annazt, enn frem- ur þið öðlizt, ferðizt, reiðizt og annizt. Hægt að læra þetta, en mér er það ekki ljóst, hvers vegna rita skal z í þessum orðmyndum. Virðist mér t. d. þessi ritháttur síðustu sagn- arinnar minna á, að hér sé um að ræða sögnina að anna = megna að koma einhverju í verk. Mun það vera öllum ljóst, að rita beri hefir meiðzt, en svo aftur hefir náðst? Að vísu er gefin regla um þennan mismun, en hætt er við, að mörgum sjáist yfir hana. Þá hefir mér virzt, að sumir vel ritfærir menn, sem fylgja nýjustu reglunum í stafsetningu, ruglist stundum í því, hvort rita skuli zt eða tzt. Þannig hefi ég nokkrum sinnum séð „hann setzt“. En mér skilst, að það eigi að vera sezt, en aftur á móti hefir eða getur setzt. — Svo mun og eiga að rita síðasta orðið í stökunni: „Afhending er öllum góð, þá annað brestur. Við hana er nú Siggi setztur.“ Mun þetta og fleira þessu líkt svo augljóst, að teljast megi það liggja í augum uppi? Hér er um ritháttarreglur að ræða, sem gilda eiga fyrir alla. Virðist mér notkun z í sagnbeygingum samkvæmt gefnum reglum vera vanda- meiri en svo, að talizt geti auðveld sem almennur ritháttur. Sama má að nokkru leyti segja um z í stofnum orða, þó að víða sé það ljóst, hvar hana skal rita. Málfróðum mönn- um ber þó ekki ætíð saman um það, hver stofninn sé. Þannig lét Hjaltalín rita orðið verzlun með s-i. Kvað hann orðið fremur myndað af orðinu vara en verð. Sumir vilja gera z útlæga úr rithætti. Víst mundi það

x

Menntamál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.