Menntamál - 01.10.1949, Page 32
90
MENNTAMÁL
Hún segir ennfremur, að frammi fyrir ströngum kenn-
urum verði hún eins og sljó og muni ekkert eða skilji, en sé
kennarinn mildur, finnist henni hún geta miklu meira. Hún
fær enga vasapeninga og hefur því tekið peninga frá félög-
um sínum, sem alltaf hafa nóga peninga.
Greindarpróf sýndi, að hún hafði greindarvísitölu 92.
Hún nær því sem sagt að hafa meðalgreind. (Greindar-
tala 90—110 er talin meðalgreind).
Persónuleika- og skapgerðarpróf (Rorschach) leiðir í
ljós greinilegar truflanir á tilfinningalífi Rúnu og sýnir,
að hún er barnaleg og vanþroskuð.
Niðurstaða rannsóknarinnar er, að á fyrsta heimili sínu
hefur Rúna augsýnilega fengið of litla umhirðu til að
þroskast eðlilega. Hjá frænku sinni hefur hún átt við erfið
kjör að búa og aldrei kunnað vel við sig þar. Hún hefur
sótzt eftir samúð nágranna sinna til að bæta upp það, sem
hún fór á mis heima hjá sér. Hún hefur verið sett í bekk
með treggáfuðum börnum sökum þess að hún er orðin á
eftir hinum á þroskabrautinni og skortir sjálfstraust.
1 samráði við frænku Rúnu var henni nú útvegað gott
fósturheimili, og samtímis var hún flutt úr treggáfaða
bekknum í venjulegan bekk.
Síðan hefur henni gengið vel bæði á hinu nýja heimili
sínu og í skólanum.
Þetta er aðeins einstakt dæmi, en segja má, að orsakir
erfiðleikanna séu eins margs konar og þau börn, sem koma
til skrifstofunnar. Það er því nauðsynlegt að rannsaka
hvert tilfelli vandlega, áður en nokkuð annað er gert.
Sú reynsla, sem fengizt hefur hingað til, sýnir, að um-
hverfið og uppeldið gefur oftast fullnægjandi skýringu á
erfiðleikunum. Oftast er það þannig, að orsökina, eða öllu
heldur orsakirnar, er að finna á heimilunum eða uppeld-
inu fyrstu árin.
Skólinn skapar sjaldan erfiðleikana. í versta tilfelli getur
hann aukið þá, og er það nokkuð undir atvikum komið.