Menntamál - 01.10.1949, Page 39
MENNTAMÁL
97
hann hafi vald á að haga kennslunni þannig, að hver ein-
stakur nemandi njóti sín þann veg, að áhugi hans, starfs-
gleði, sjálfstæði og vilji til samstarfs eflist og dafni, 5) að
hann ((kennarinn) geti gert sér grein fyrir hæfileikum
nemenda og hvers konar framhaldsnám hæfi bezt hverjum
um sig, 6) að hann kunni leggja sálfræðileg próf fyrir og
dæma um námsárangur, 7) að hann skilji þjóðfélagsað-
stöðu nemenda sinna og geti vakið áhuga þeirra á við-
fangsefnum lífsins og þjóðfélagsins. — Nefndinni er það
fullljóst, að allt þetta muni engum veitast með skólagöng-
unni einni saman. Vill hún því, að valið verði úr kennara-
efnum, áður en undirbúningi þeirra er langt á veg komið.
Fyrirkomulag kennaramenntunarinnar í Svíþjóð hefur
fram að þessu verið á þá leið, að barnakennarar hafa sótt
kennaraskólana, en framhaldsskólakennarar hafa stundað
háskólanám. Nefndin leggur tli, að kennaraskólarnir verði
lagðir niður, en í þeirra stað verði komið á fót kennarahá-
skólum, sem verði í nánum tengslum við háskólana, en verði
þó sjálfstæðar stofnanir, og er fyrirkomulag þessara kenn-
araháskóla hugsuð mjög á sömu leið og gert er í lögum um
kennaradeild við háskólann hér. Er svo til ætlazt, að allir
kennarar, frá yngstu bekkjum barnaskóla til mennta-
skóla sæki slíkan kennaraháskóla, og verði námið þar
ámóta langt fyrir alla. Hins vegar verði gerðar dálítið
mismunandi kröfur um undirbúningsnám. Þó er gert
ráð fyrir, að áður en langt líður,fái enginn inngöngu í kenn-
araháskóla nema að loknu stúdentsprófi hinu minna (þ.
e. 3. b. menntaskólans). Á þetta við um kennara, sem búa
sig undir kennslu í yndri deild barnaskóla. Aðrir skulu
ljúka stúdentsprófi hinu meira. Gagnfræða- og mennta-
skólakennurum skal auk þess gert að skyldu að stunda sér-
nám í kennslugreinum sínum við háskóla. Af þeim ástæð-
um er lagt til, að kennaraháskólar starfi aðeins í háskóla-
bæjum.
Hefur nú verið lýst höfuðatriðunum í tillögum sænsku