Menntamál - 01.10.1949, Side 41
MENNTAMÁL
99
Standandi írá v. til h.: Ingimar Jóhannesson, Sverre Rotnes, Per Berge,
Nils Slettemark, Hávard Skirbekk. Sitjandi: Gudrun Nesje, Vera Slettemark.
lands í sumar Fóru síðan fram brófaskriftir um málið.
Ákveðið var, að 8 kennarar skyldu koma 1. júlí sl. og dvelja
hér hálfan mánuð. Skyldu 6 vera frá Norges Lærerlag, en
2 frá Norges Lærerinne Forbunn. Kennslukonur borganna
í Noregi hafa sérstakt samband sín á milli. Telur það nær
2500 félaga, en Norges Lærerlag ca. 8000. Góð samvinna
er á milli þessara félagsheilda.
Rétt áður en lagt var af stað komu einhverjar tafir fyrir
tvo af ferðamönnunum, svo að þeir urðu ekki að lokum
nema 6, sem komu. Voru það þessir:
1. Hávard Skirbekk, skólastjóri frá Hamri, sem var far-
arstjóri.
2. Gudrun Nesje, skólast. frá Molde.
3. Per Berge, skólast. frá Malvik í Þrændalögum.
4. Sverre Rotnes, skólast. frá Strömmen.
5. og 6. Hjónin Vera og Nils Slettemark, kennarar frá
Ósló.