Menntamál - 01.10.1949, Qupperneq 43
MENNTAMÁL
101
komulag rekstursins. Þá var einnig skoðuð dælustöð hita-
veitunnar og gestum sagt nokkuð frá því sérstæða fyrir-
tæki.
Sunnudaginn 3. júlí var lagt af stað austur yfir fjall í
bílum þeirra skólastjóranna Arngríms Kristjánssonar og
Jóns Sigurðssonar. Hallgrímur Jónasson, kennari var og
með í þessari ferð í sínum bíl. Með honum var danskur
skólastjóri, G. A. Lykke-Möller frá Lyngby á Jótlandi. Veð-
ur var kyrrt og gott, en ekki sólskin. Fjallasýn sæmileg.
Var haldið sem leið liggur að Gullfossi og staðnæmzt þar.
Mikið fannst gestunum til um fegurð fossins. Síðan var
haldið að Geysi. Var þar fyrir fjöldi manns, m. a. gestir
þjóðræknisfélags íslands Vilhjálmur Stefánsson land-
könnuður, Guðmundur Grímsson dómari og fylgdarlið
þeirra. Geysir var duttlungafullur og lét bíða alllengi eftir
gosi. En menn voru í sólskins skapi þrátt fyrir það, enda
sá til sólar öðru hvoru. Að lokum gaus Geysir allmyndar-
legu gosi, ekki mjög stóru, en hann var að í hálftíma, svo að
gestirnir höfðu nægan tíma til að athuga aðfarir hans.
Enginn þeirra hafði séð slík undur fyrr. Um kvöldið var
haldið að Laugarvatni og gist þar. Þá var veðrið orðið
svo yndislegt, að vart getur fegurra á landi hér að sumar-
lagi. Veit ég að gestunum verður Laugarvatn ógleyman-
legt, því að morguninn eftir var og dýrðlegt veður. Var
öllum veittur hinn bezti beini í gistihúsinu.
Morguninn eftir var haldið af stað árla dags og var
förinni heitið austur í Fljótshlíð. Veður var hið fegursta.
Héldu Norðmenn áfram að Múlakoti og Hlíðarenda, en
Hallgrímur og félagar hans upp á Skeið. Hittust svo allir
á Hellu seinna um daginn. Voru þá skoðaðir hinir merki-
legu hellar á Ægissíðu. Kvöldmatur var snæddur að Sel-
fossi. Var þar nýr lax og skyr á borðum. Sumir útlending-
arnir smökkuðu þá góðu rétti þá í fyrsta sinni á æfinni og
þótti hvorttveggja gott! — Norsku gestirnir héldu Þing-
vallaleiðina til Reykjavíkur, en höfðu skamma viðdvöl á