Menntamál - 01.10.1949, Qupperneq 45
MENNTAMÁL
103
vildu vita sem flest um hann til viðbótar því, sem þeim var
áður kunnugt.
Einn daginn fóru gestirnir suður í Hafnarfjörð í boði
Guðjóns Guðjónssonar skólastjóra. Skoðuðu þeir Hellis-
gerði, barnaskólann o. fl.
Heimboð og samsæti.
1. júlí, um kvöldið, hafði móttökunefndin kvöldverðar-
boð í Tjarnarkaffi fyrir norsku gestina og fulltrúa frá
stjórn S. í. P>. og Stéttarfélags barnakennara í Reykjavík.
Formaður móttökunefndar, Arngrímur Kristjánsson, flutti
ávarp, bauð gestina velkomna og skýrði í fám orðum hvern-
ig dögunum skyldi varið. Fararstjóri Norðmanna flutti
ávarp áður en staðið var upp frá borðum. Skilaði hann m.
a. kveðju frá Norges Lærerlag og afhenti Samb. ísl. barna-
kennara dýrmæta bókagjöf. Var það stór og vönduð útgáfa
af bók um norska málaralist og einnig ritverk norska
skáldsins Olavs Duun í fögru bandi.
6. júlí bauð stjórn Stéttarfélags barnakennara í Reykja-
vík til kvöldverðar að Hótel Borg. Auk norsku gestanna
voru þar boðnir fulltrúar frá stjórn S. 1. B. og móttöku-
nefnd. Einnig danski kennarinn C. A. Lykke-Möller. For-
maður S. B. R. Gunnar Guðmundsson, flutti snjallt ávarp
og Arngr. Kristjánsson skólastj. minntist Danmerkur.
Skirbekk og Lykke-Möller svöruðu og þökkuðu. Eru þeir
báðir snjallir ræðumenn. Ýmsir fleiri tóku þar til máls.
Fór samsætið vel fram og var hið prýðilegasta í alla staði.
Að lokum voru erlendu gestirnir leystir út með gjöfum að
fornum sið. Hver þeirra fékk eintak af bókinni ísland í
myndum, áletrað. Gestirnir báðu svo alla viðstadda íslend-
inga að rita nöfn sín á titilblað hverrar bókar. Var það
gert með ánægju. — S. B. R. á miklar þakkir skilið fyrir þá
vinsemd og rausn, er það sýndi gestum S. I. B. með boði
þessu.
Sunnudagskvöldið, sem gestirnir dvöldu að Laugarvatni,