Menntamál - 01.10.1949, Page 49
MENNTAMÁL
107
ar námsbækur ríkisútgáfunnar. Þótti þeim það góður
fengur.
Auðvitað voru gestunum sýnd söfnin í Reykjavík, eftir
því sem tími gafst til. Einnig sáu þeir háskólann og margt
af merkilegustu bókunum í safni háskólans, er Björn Sig-
fússon bókavörður sýndi þeim. Einnig komu þeir í vinnu-
stofu Ríkarðar Jónssonar listamanns og sáu hið merki-
lega safn hans af mannamyndum. — Mest hygg ég að þeim
hafi fundizt til um safn Einars Jónssonar myndhöggvara.
Mánudaginn 11. júlí var blaðamönnum boðið til viðtals
við norsku kennarana. Höfðu sumir þeirra óskað eftir því,
og rétt þótti að gefa þeim öllum kost á viðtalinu svo og
fréttamanni útvarps. Var tekin mynd af þeim við það tæki-
færi. Birtist hún í Mbl. daginn eftir. Blaðamenn spurðu
margs að vanda, einkum varðandi norsk málefni, svo og
álit gestanna á því sem fyrir þá hafði borið hér á landi.
Hávard Skirbekk hafði oftast orð fyrir gestunum og gaf
hann blaðamönnum góð svör og gild, svo sem menn hafa
þegar séð. Blaðamenn túlkuðu samtal þetta vel og sumir
ágætlega, en útvarpið miður, þótti sumum er það heyrðu.
Brottför.
Að kvöldi hins 14. júní héldu þau heimleiðis frk. Gudrun
Nesje og H. Skirbekk. Fjöldi kennara fylgdi þeim á flug-
völlinn. Þau fóru með Heklu um miðnæturbil. Hinir 4 höfðu
ætlað sér að fara með síldarbátum heimleiðis, en síldin
vildi ekki koma svo fljótt, að von væri á bátsferð um þetta
leyti. Þau urðu því að fara flugleiðis líka, en gátu ekki
fengið far fyrr en 19. júlí. Þá daga dvöldu þau hér í Reykja-
vík og bjuggu í Miðbæjarskólanum. Daglega var þeim
boðið til ýmsra kennara, er þau höfðu kynnzt, svo að dag-
arnir liðu fljótt. Þau fóru flugleiðis heim að morgni hins
19. júlí, kl. 7. Þó snemmt væri mættu margir íslenzkir
kennarar til að kveðja vini vora og sjá flugvélina svífa með
þá út í bláan geiminn. Var þá þessari heimsókn norsku