Menntamál - 01.10.1949, Qupperneq 54

Menntamál - 01.10.1949, Qupperneq 54
112 MENNTAMÁL kennari. Þess vegna er bæði rétt og skylt að Menntamál geymi mynd hennar og minningu. Ragnheiður var fædd í Hruna 1. ág. 1906. Foreldrar hennar voru hin þjóðkunnu hjón sr. Kjartan Helgason og frú Sigríður Jóhannesdóttir. Hún ólst upp í stórum syst- kinahópi við ágætis leiðsögn hinna merku foreldra. Heimil- ið í Hruna er löngu alþekkt, sem eitt mesta fyrirmyndar- heimili sinnar tíðar. Það er gæfa hverju barni að alast upp í slíkum reit, enda bar Ragnheiður þess fagurt vitni hve gott uppeldi hún hafði hlotið. Ung var hún sett til mennta. Hún stundaði nám í Kennaraskólanum hjá sr. Magnúsi frænda sínum. Höfðu þau mikið dálæti hvort á öðru. Kenn- arapróf tók Ragnheiður liðlega tvítug, með ágætum vitnis- burði. 1930 gerðist hún kennari við Austurbæjarskólann í Reykjavík og gegndi því starfi þrjú ár við ágætan orðs- tír. Þá var hún fengin til þess að fara utan og læra að kenna blindu fólki. Það mun hafa átt vel við eðlisfar hennar og hæfileika, svo rík sem hún var af samúð og hjálpfýsi. 1933 gerðist hún kennari hjá Blindravinafélagi Islands og gegndi því starfi þar til hún giftist eftirlifandi manni sínum Guðmundi Kr. Guðmundssyni trygginga- fræðingi. Þá sigldi hún í annað sinn og voru þau hjón búsett um hríð í Kaupmannahöfn, meðan hann var að ljúka námi. Þegar þau komu aftur og settust að í Reykjavík, tók Ragnheiður til þar sem frá var horfið, að hjálpa blinda fólkinu. Hún var að vísu ekki fastur kennari, en starfaði í félagsskap að málefnum þess og kenndi oft, þegar þess þurfti með, og henni vannst tími til frá heimilisstörfum. Hún þótti framúrskarandi blindrakennari og tók miklu ástfóstri við það starf. Nemendur hennar tóku svo mikilli tryggð við hana, að sjaldgæft er. Mátti m. a. sjá það glögg- lega á minningargrein er þeir skrifuðu að henni látinni. Það lætur að líkum að kona með hæfileika Ragnheiðar og skapgerð hafi verið ágæt húsfreyja og móðir, enda var það mál allra, er til þekkja. Hún var hagsýn og iðju-
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Menntamál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.