Menntamál - 01.10.1949, Síða 55

Menntamál - 01.10.1949, Síða 55
MENNTAMÁL 113 söm húsmóðir, afkastamikil og fjölhæf til allra verka, svo sem móðir hennar. Þau hjónin áttu skemmtilegt heimili, þar sem vinir og frændur áttu jafnan athvarf og þótti gott að dvelja í skjóli glaðværra og góðra húsþænda. 2 börn eignuðust þau: Guðmund, sem nú er 11 ára og Guð- rúnu Marenu, er andaðist á öðru ári. Þessi er lífssaga frú Ragnheiðar í fám orðum. Skin og skúrir skiptust á. Hún varð að sjá á bak einkadóttur, mörg- um systkinum, foreldrum og vinum. En raunir sínar bar hún með skapfestu og stillingu, þessi fíngerða kona. Hún var fríð sýnum, gáfuð, einbeitt og viljaföst, kyrrlát og prúð í framgöngu, en óvenjulega aðlaðandi og skemmtileg í viðræðu, svo að jafnan var yndi að návist hennar. Ég hygg þó að sterkustu þættirnir í skapgerð hennar hafi verið samúð og hjálpfýsi. Hún vildi leysa vandræði hvers manns og var því með afbrigðum vinsæl. Mér virtist henni þykja það greiði við sig að rétta öðrum hjálparhönd. Það er ekki furða þótt svona samferðamenn marki djúp spor í hug- um þeirra, sem kynnast þeim. Minning Ragnheiðar í Hruna máist því ekki þótt áratugir líði. Þannig reyndist hún mér og mínum. En allra bezt man ég eftir að sjá hana í barnahópi, geislandi glaða og börnin ljómuðu af gleði. Þar var réttur maður á réttum stað. Mín eigin börn þekktu hana aðeins sem gest, en samt varð hún þeim vinur, sem þau aldrei gleyma. Svo miklu töframagni var hún gædd. Og nú er hún dáin — horfin. En ekki skal æðru mæla. Lögmáli dauðans verða allir að lúta. Allir vinir Ragnheiðar í Hruna þakka henni það sem hún var þeim og biðja henni blessunar guðs á strönd hins ókunna heims. Ingimar Jóhannesson.

x

Menntamál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.