Menntamál - 01.10.1949, Page 61

Menntamál - 01.10.1949, Page 61
menntamál 119 Það hófst 8. ágúst. Þangað sóttu fulltrúar frá 10 þjóðum. Þeir fluttu kveðjur og ávörp hinn 9. ágúst. Stjórn S. í. B. sendi skrautritað ávarp, er frú Arnheiður flutti við það tækifæri. Mótið stóð í 4 daga og fór hið bezta fram. Verður nánar sagt frá því síðar. Kveðja til Danmarks Lærerforening á 75 ára afmæli í ágúst 1949. Frá Sambandi íslenzkra barnakennara. Fyrir rúmum 11 öldum byggði ein og sama þjóð Dan- mörku og Skandinaviuskagann, þjóð, er var sömu ættar og talaði sama málið, sem þá var nefnt dönsk tunga. Síðar skildu leiðir. Aldir liðu. Nú eru niðjar þessarar þjóðar dreifðir um öll Norðurlönd. Skyldleikinn í útliti, máli og menningu er auðsær. Norrænu þjóðirnar viðurkenna ætt- artengslin og finna til þeirra. Af þessum norrænu þjóðum hafa þjóðir vorar — Danir og fslendingar — átt mest menningarleg viðskipti saman á liðnum öldum, þótt úthaf skilji löndin. Margir íslendingar hafa sótt menntun sína til Danmerk- ur. Vér minnumst þess, að fyrstu íslenzku barnakennar- arnir tóku próf sín í Danmörku á ofanverðri 19. öld, að fjöldi íslenzkra kennara 20. aldarinnar hafa stundað nám í dönskum skólum, ferðazt um landið, kynnt sér upeldis- mál og kynnzt um leið landi yðar og þjóð. Danskir kenn- arar hafa einnig heimsótt fsland og kynnzt íslenzkum skólamálum. Gagnkvæm kynning hefur þannig átt sér stað. Vináttu- og bræðabönd hafa myndazt og eflzt, eftir því sem árin liðu. Á þessum hátíðisdegi danskra kennara — 75 ára afmæli Danmarks Lærerforening — réttum vér íslenzkir kennarar '— Samband íslenzkra barnakennara — bróðurhönd yfir hafið og sendum hlýjar kveðjur til danskra stéttarsystkina.

x

Menntamál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.