Menntamál - 01.10.1953, Page 3

Menntamál - 01.10.1953, Page 3
MENNTAMÁL XXVI. 3. SEPT.—OKT. 1953 GILS G UÐM UNDSSON alþingismaður: Guðmundur Hjaltason kennari. Aldarminning. Á síðastliðnu sumri var öld liðin frá fæðingu Guð- mundar Hjaltasonar, kennara og æskulýðsleið- toga, ötuls baráttumanns fyrir aukinni alþýðu- fræðslu og fyrsta formæl- anda lýðháskólahreyfing- arinnar hér á landi. Er bæði rétt og skylt, að ald- arafmælis þessa óeigin- gjarna hugsjónamanns og brautryðjanda sé að nokkru minnzt í málgagni íslenzkrar kennarastéttar. Rúmsins vegna mun þó Guðmundur Hjaltason. aðeins stiklað á stóru. Þeim, sem kynnu að vilja fræðast nánar um ævi og störf Guðmundar Hjaltasonar, skal bent á að lesa sjálfsævi- sögu hans, sem Ungmennafélögin gáfu út árið 1923. Guðmundur Hjaltason var Borgfirðingur að ætt, fædd- ur að Ásbjarnarstöðum í Stafholtstungum 17. júlí 1853. Þar ólst hann upp hjá fósturforeldrum sínum til 16 ára aldurs. Var það myndarheimili, og hafði Guðmundur þar bækur nógar og gott frjálsræði til lestrar, Hneigðist hug-

x

Menntamál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.