Menntamál - 01.10.1953, Page 4
70 MENNTAMÁL
ur hans snemma til ritstarfa og athugana á náttúrunni í
kringum hann, einkum grösum og blómum.
Nokkru eftir fermingaraldur fór Guðmundur til móS-
ur sinnar og stjúpa að Kvíakoti í Þverárhlíð. Var hann
þar um sex ára skeið. Þar var ærið að starfa og minni
tími til bóklesturs og náttúruskoðunar en verið hafði á
Ásbjarnarstöðum. Fjögur síðustu árin, sem hann var
heimilismaður í Kvíakoti, var hann í fiskiveri á Akranesi
og Seltjarnarnesi þá tíma árs, sem minnst var þörf fyrir
hann heima.
Þegar Guðmundur var um tvítugt, kom út ljóðakver
eftir hann, er nefndist ,,Fjóludalur“. Útgefendur kvers-
ins voru bændur tveir á Seltjarnarnesi, er Guðmundur
hafði komizt í kynni við. Þó að skáldskapur þessi þætti
ekki mikils verður og kverið hlyti misjafna dóma, vakti
það athygli góðra manna á hinum unga höfundi, enda
bar það glöggan vott um menntaþrá hans og hneigð til
andlegra starfa. Svo segir Guðmundur sjálfur: „Jón Jóns-
son landritari las hana (þ. e. kvæðabók Guðmundar),
og þótt ég væri honum alveg vandalaus og hann hefði
aldrei séð mig fyrri, þá sendi hann strax eftir mér og
bauðst til að kosta upp á menntun mína. Ásamt útgef-
endum ritsins og Brynjólfi Magnússyni í Nýjabæ hjálp-
aði hann mér til að sigla til Noregs og læra þar á skóla
og menntast, ferðast og framast um öll Norðurlönd í
6 ár, og hann reyndist mér allt til dauðans eins og bezti
faðir og vinur.“
Haustið 1875 var það, að Guðmundur hélt til Noregs.
Hann gerðist nemandi í Gausdal, hinum kunna lýðhá-
skóla Kristófers Bruun. Varð hann þar fyrir miklum og
djúptækum áhrifum af hugsjónum og skólastefnu Kristó-
fers Bruun og félaga hans. Bar hann menjar dvalarinn-
ar þar alla ævi.
Á öðru ári sínu í Noregi hóf Guðmundur að rita í norsk
blöð og halda fyrirlestra um ísland. Fór hann í þeim er-