Menntamál - 01.10.1953, Side 8
74
MENNTAMÁL
GUÐMUNDUR ÞORLÁKSSON cand. mag.:
Kennsla og skólar í Bandaríkjunum.
(ÚTVARPSERINDI).
Á síðastliðnu hausti
ræddi ég nokkuð í útvarp-
inu um nám og skóla á
Norðurlöndum, og lét þá í
ljósi þá skoðun, að við hér
á íslandi værum alllangt á
eftir, hvað námsefni og
kennsluaðferðir snertir.
Vísindalegar rannsóknir
í þessum efnum eru það
dýrar og umfangsmiklar
að vonlítið er, að við get-
um byggt upp sjálfstætt
skólakerfi, byggt á eigin
rannsóknum.
Lengi enn þá munum við
verða að kynna okkur og
byggja að mestu eða öllu leyti á árangri annarra þjóða í
þessum efnum. Eins og kunnugt er, þá standa Bandaríki
Norður-Ameríku mjög framarlega, hvað tækni við vík-
ur, og einnig fara þar fram víðtækar rannsóknir á því
hvað kenna beri hverjum aldursflokki og hvernig, til þess
að árangur verði sem allra beztur. Ég tók því þess vegna
fegins hendi, er mér bauðst tækifæri til þess að kynna
mér skólamál, nám og kennslu í Bandaríkjunum.
Um sama leyti og ég kom til Bandaríkjanna á síðast-
liðnu hausti, komu þangað nokkur hundruð annarra
kennara frá öllum heimsálfum. Liði þessu var skipt i
Guðmundur Þorláksson.