Menntamál


Menntamál - 01.10.1953, Qupperneq 8

Menntamál - 01.10.1953, Qupperneq 8
74 MENNTAMÁL GUÐMUNDUR ÞORLÁKSSON cand. mag.: Kennsla og skólar í Bandaríkjunum. (ÚTVARPSERINDI). Á síðastliðnu hausti ræddi ég nokkuð í útvarp- inu um nám og skóla á Norðurlöndum, og lét þá í ljósi þá skoðun, að við hér á íslandi værum alllangt á eftir, hvað námsefni og kennsluaðferðir snertir. Vísindalegar rannsóknir í þessum efnum eru það dýrar og umfangsmiklar að vonlítið er, að við get- um byggt upp sjálfstætt skólakerfi, byggt á eigin rannsóknum. Lengi enn þá munum við verða að kynna okkur og byggja að mestu eða öllu leyti á árangri annarra þjóða í þessum efnum. Eins og kunnugt er, þá standa Bandaríki Norður-Ameríku mjög framarlega, hvað tækni við vík- ur, og einnig fara þar fram víðtækar rannsóknir á því hvað kenna beri hverjum aldursflokki og hvernig, til þess að árangur verði sem allra beztur. Ég tók því þess vegna fegins hendi, er mér bauðst tækifæri til þess að kynna mér skólamál, nám og kennslu í Bandaríkjunum. Um sama leyti og ég kom til Bandaríkjanna á síðast- liðnu hausti, komu þangað nokkur hundruð annarra kennara frá öllum heimsálfum. Liði þessu var skipt i Guðmundur Þorláksson.

x

Menntamál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.