Menntamál - 01.10.1953, Page 14
80
MENNTAMÁL
in mikilvægasta einkunnin, enda er þetta skyldunáms-
grein, sem þó er ekki kennd í neinni sérstakri kennslu-
stund.
Skyldunámsgreinar eru annars víðast aðeins tvær í gagn-
fræðaskólum. Enska er alstaðar skyldufag, þar sem ég
þekki til, enda nauðsynlegt, þar eð mörg börn eru tæp-
lega talandi á enska tungu, er þau koma í skóla. Þá er
Bandaríkjasaga víðast skyldufag, að minnsta kosti nokk-
ur ár. í sambandi við sögukennslu þessa er kennt um
stjórnarskrá landsins, kosningalög, stjórnmál, sveita-
stjórn og yfirleitt um allar þær kröfur, sem nútíma þjóð-
félag gerir til borgaranna, og um siðferðilegar skyldur
borgaranna við þjóðfélagið og náungann. Víðast er og
mikil landfræðikennsla í sambandi við sögukennslu þessa.
Þá er og stærðfræði víða skyldunám, þó þannig að ekki
eru skyldunámsgreinar fleiri en tvær eða þrjár. Þá geta
nemendur valið 1—3 námsgreinar þessu til viðbótar. Eng-
inn getur haft meira en 5 námsgreinar í einu auk fim-
leika. Ef nemandi er sæmilega vel gefinn til bókar og
vitpróf sýna meðalgreind eða meira, þá grennslast leið-
beinandi skólans eftir því, hvort hann hafi áhuga á ein-
hverju sérstöku bóklegu námi. Setjum t. d. að nemandi
segi, að sig langi til þess að verða læknir. Þá verður hann
að taka líffæra- og líffræði, heilsufræði o. fl. Ef námið
sækist illa, þá er brátt grennslazt eftir, hvernig á því
standi. Er áhuginn tekinn að dvína, eru það heimilis-
ástæður o. s. frv. ?
Ef um áhuga- og hæfileikaskort er að ræða, þá fær
nemandi að vita að hann geti ekki orðið læknir, og að
honum sé betra að taka hæfnispróf og reyna að finna
annan starfa, sem betur eigi við hann.
Ef nemandi aftur á móti er seinn til bóklegs náms, en
sýnir t. d. nokkra handlagni, þá er honum ráðlagt að taka
t. d. þrjár stundir daglega í verklegu, t. d. trésmíðar,
múrverk, rafmagnsfræði, vélaviðgerðir, einkum bifvéla