Menntamál - 01.10.1953, Síða 22
88
MENNTAMÁL
Land úr landi, fund af fundi.
Rœtt við Magnús Finnbogason mag. art.
Magnús Finnbogason
menntaskólakennari er ný-
kominn heim úr utanlands-
för. Sat hann 3 eða öllu
heldur 4 kennaramót í ferð
þessari. Hitti ritstjóri
Menntamála hann að máli
og spurði hann spjörun-
um úr um það, sem gerzt
hafði á þingum þessum.
Hvar skal byrja?
„Fyrst sat ég mót í
Öxnafurðu dagana 28. júlí
til 4. ágúst,“ segir Magnús.
„Eiginlega var hér um að
ræða tvö mót. Að þessum
mótum stóðu tvö alþjóða-
félög kennara, FIPESO, alþjóðafélag menntaskólakenn-
ara og IFTA, alþjóðafélag barnakennara. Á þingi í Kaup-
mannahöfn í fyrra gengu þessi félög í samband ,þó þannig,
að bæði félögin halda áfram sjálfstæðri starfsemi, en
hafa með sér samvinnu. Sambandsfélag þeirra nefnist
WCOTP (World Confederation of the Teaching Profess-
ion). Fyrst sat ég fund FIPESO. Á því þingi voru saman
komnir rúml. 60 fulltrúar frá 27 þjóðlöndum, að lang-
mestu leyti frá Evrópu vestanverðri. Fulltrúi var einnig
frá Kanada, en fulltrúi Bandaríkjamanna forfallaðist.
Nokkurir fulltrúar voru frá Asíulöndum. Málin, sem
Magnús Finnbogason.