Menntamál - 01.10.1953, Blaðsíða 24

Menntamál - 01.10.1953, Blaðsíða 24
90 MENNTAMÁL haldið í Ósló dagana 5.—8. ágúst. Mótið var sett í ráð- húsi borgarinnar kl. 11 f. h. 5. ágúst að viðstöddum kon- ungi, ríkisarfa og öðru stórmenni. Við setninguna flutti Tage Erlander, forsætisráðherra Svía, aðalræðuna.“ Um hvað fjallaði ræða hans? „Hún var eiginlega inngangsræða að viðfangsefni móts- ins, en það nefndist: Skóli og þjóðfélag. Þótti mér hún með afburðum snjöll og ræðumaðurinn glæsilegur. Einn fulltrúi frá hverju Norðurlandanna flutti ávarp, einnig fulltrúi Færeyinga, sem komu þarna fram sem sjálf- stæður aðili. Af íslendinga hálfu talaði Helgi Elíasson fræðslumálastjóri og mæltist skörulega.“ Var mótið fjölsótt? „Já, þar var saman kominn mesti sægur kennara, eitt- hvað á öðru þúsundi. Frá íslandi voru yfir 30 manns.“ Margt erinda hefur verið flutt? „Já, allmargt, og í ýmsum samkomuhúsum borgar- innar. Stundum fleiri en eitt samtímis." Þú fluttir þarna erindi? „Já, ég flutti erindi í hátíðasal háskólans. Mun það hafa þótt nokkuð róttækt, og birtist útdráttur úr því í nokkur- um blöðum borgarinnar. Einnig hafði dr. Broddi Jóhannesson samið erindi, sem hann ætlaði að flytja þarna, en hann gat ekki sótt mótið, og flutti fræðslumálastjóri það í hans stað.“ Um hvað fjölluðu erindi ykkar landanna? „Erindi mitt hét: Menntaskólar sem fræðslu- og upp- eldisstofnanir. Erindi dr. Brodda nefndist: Mat á aga og frelsi í uppeldi.“ Eitthvað hefur gerzt þarna fleira en fyrirlestrahald ? „I sambandi við mótið efndu Norðmenn til mjög at- hyglisverðrar skólasýningar í húsakynnum Verzlunar- menntaskólans. Þar voru sýnd hvers konar skólaáhold, kennslubækur, fjölbreytt sýnishorn af vinnu nemenda, myndir af skólum,greinargerð fyrir sögu og þróun nokkurra
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Menntamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.