Menntamál - 01.10.1953, Qupperneq 24
90
MENNTAMÁL
haldið í Ósló dagana 5.—8. ágúst. Mótið var sett í ráð-
húsi borgarinnar kl. 11 f. h. 5. ágúst að viðstöddum kon-
ungi, ríkisarfa og öðru stórmenni. Við setninguna flutti
Tage Erlander, forsætisráðherra Svía, aðalræðuna.“
Um hvað fjallaði ræða hans?
„Hún var eiginlega inngangsræða að viðfangsefni móts-
ins, en það nefndist: Skóli og þjóðfélag. Þótti mér hún
með afburðum snjöll og ræðumaðurinn glæsilegur.
Einn fulltrúi frá hverju Norðurlandanna flutti ávarp,
einnig fulltrúi Færeyinga, sem komu þarna fram sem sjálf-
stæður aðili. Af íslendinga hálfu talaði Helgi Elíasson
fræðslumálastjóri og mæltist skörulega.“
Var mótið fjölsótt?
„Já, þar var saman kominn mesti sægur kennara, eitt-
hvað á öðru þúsundi. Frá íslandi voru yfir 30 manns.“
Margt erinda hefur verið flutt?
„Já, allmargt, og í ýmsum samkomuhúsum borgar-
innar. Stundum fleiri en eitt samtímis."
Þú fluttir þarna erindi?
„Já, ég flutti erindi í hátíðasal háskólans. Mun það hafa
þótt nokkuð róttækt, og birtist útdráttur úr því í nokkur-
um blöðum borgarinnar.
Einnig hafði dr. Broddi Jóhannesson samið erindi, sem
hann ætlaði að flytja þarna, en hann gat ekki sótt mótið,
og flutti fræðslumálastjóri það í hans stað.“
Um hvað fjölluðu erindi ykkar landanna?
„Erindi mitt hét: Menntaskólar sem fræðslu- og upp-
eldisstofnanir. Erindi dr. Brodda nefndist:
Mat á aga og frelsi í uppeldi.“
Eitthvað hefur gerzt þarna fleira en fyrirlestrahald ?
„I sambandi við mótið efndu Norðmenn til mjög at-
hyglisverðrar skólasýningar í húsakynnum Verzlunar-
menntaskólans. Þar voru sýnd hvers konar skólaáhold,
kennslubækur, fjölbreytt sýnishorn af vinnu nemenda,
myndir af skólum,greinargerð fyrir sögu og þróun nokkurra