Menntamál


Menntamál - 01.10.1953, Qupperneq 27

Menntamál - 01.10.1953, Qupperneq 27
MENNTAMÁL 93 Fræðslulöggjöf og skólahald, ( Ú tvarpserindi.) Miklar umræður hafa farið fram um skólamál að und- anförnu bæði í blöðum og útvarpi. 1 þessum umræðum hefur þess mjög- gætt, að menn hafa skellt skuldinni á fræðslulögin um flest það, sem þeir hafa talið fara aflaga í þessum málum og það oftlega með vafasömum rökum. Af þessum ástæðum er ekki úr vegi, að skýrt sé fyrir mönnum, hverjar voru hinar helztu breytingar, sem fræðslulöggjöfin fól í sér, og hvaða rök lágu til þeirra, því að ,,það, sem almenningsheillum viðkemur, á að vera öllum kunnugt", eins og segir í skýrslu Bessastaðaskóla. En áður en ég sný mér að því efni, ætla ég að fara nokk- urum orðum um hlutverk skóla í nútímaþjóðfélagi. SKÖLI OG ÞJÓÐFÉLAG. Ekki er óalgengt að heyra talað um skólana sem byrði á þjóðfélaginu og þá, sem við þá vinna, sem hálfgerða eða algerða ómaga á framleiðslunni. Svo er skilningi margra manna farið á málefnum þjóðfélagsins. Það þarf þó eng- um að dyljast, að hér hefði aldrei risið upp nútímaþjóð- félag, ef starf skólanna hefði ekki komið til, og það mundi hrynja í rúst á skömmum tíma, ef almennt skólahald legðist niður. Þær eru ekki orðnar ýkja margar þær starfs- greinar, sem stundaðar verða af fólki, sem engrar skóla- fræðslu hefur notið. Hvernig yrði þá háttað siglingum, verzlun, póst- og símaþjónustu, iðnaði og hvers konar vél- tækni, svo að fátt eitt sé nefnt? Við vitum vel, að þær þjóðir, sem mesta rækt hafa lagt við skóla sína, hafa ekki komizt skemmst í atvinnumálum, þótt ýmsir haldi, að skól-

x

Menntamál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.