Menntamál - 01.10.1953, Side 45

Menntamál - 01.10.1953, Side 45
MENNTAMÁL 111 Uppeldismálaþing 1953. Uppeldisniálaþing Sambands íslenzkra barnakennara hið áttunda í röð, var háð í Melaskólanum í Reykjavík dagana 12.—14. júní 1953. Við setningu þingsins, þar sem viðstaddir voru: Forseti íslands, lierra Ásgeir Ásgeirsson, menntamálaráðherra Björn Ólafsson, sendihcrra Dana frú Bodil Begtrup, borgarstjóri Reykjavíkur Gunnar Thorodd- sen, settur fræðslumálastjóri Ingmar Jóhannesson og fleiri gestir, vortt alls um 150 manns. Skráðir fastir þátttakendur þingsins voru 108. Forsetar þingsins voru: Hervald Björnsson skólastjóri í Borgarnesi og Guðjón Guðjónsson skólastjóri í Hafnarfirði. Þingritarar voru: Jónas Jósteinsson, Oddný Sigurjónsdóttir og Einar Einarsson. Dagskrá þingsins var: íslenzkt þjóðerni og skólarnir. Sérstök erindi um dagskrármál þingsins fluttu: próf. Einar Ól. Sveinsson og dr. Broddi Jóhannesson. Á milli þingfunda voru skoðuð: Þjóðminjasafnið og Listasafn ríkis- ins. Menntamálaráðherra bauð þingheimi til kaffidrykkju í veitingasal Þjóðleikhússins. Að boði stjórnar S. í. B. átti Samband framhaldsskólakennara full- trúa á þinginu. SAMÞYKKTIR. I. Uppeldismálaþingið er einhuga um þá skoðun að því aðeins varð- veiti íslendingar þjóðerni sitt og sjálfstæði, að þeir leggi af alhuga rækt við menningu sína. Með þeim hætti einum öðlast þjóðin styrk til að standa gegn þeim áhrifum erlcndum, sem ógna íslenzkri menn- ingu: óvönduðum þýðingum, lélegum og siðspillandi kvikmyndum, ómerkilegu útvarpsefni frá erlendum útvarpsstöðvum bæði í landinu sjálfu og utan þess. Sú ógnun, er i slíkum áhrifum felst, er orðin stórum hættulegri vegna sambýlis við erlent lierlið í landinu. Þingið leggur því áherzlu á, að stjórnarvöld landsins og öll þjóðleg menningar- samtök leggist á eitt um það að sporna af fremsta megni við umgengni íslenzkrar æsku við hið erlenda herlið. Hins vegar er þjóðinni nauð- synlegt að njóta hollra menningaráhrifa frá öðrum þjóðum, hverjar sem þær eru, enda hefur islenzk menning frjóvgazt við slík áhrif á umliðnum öldunt. Þingið ber fullt traust til skóla landsins, að þeir láti einskis ófreistað

x

Menntamál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.