Menntamál - 01.12.1957, Page 3
MENNTAMÁL
XXX. 3.
SEPT.—DES.
1957
Mér er Ijúft að nota þetta tækifæri, þegar minnzt er
þrjátíu ára afmælis „Menntamála“, til að senda þeim öll-
um, sem átt hafa þátt í að halda tímaritinu við líði, góðar
kveðjur og kæra þökk.
Það liefur margt breytzt hin síðustu fimmtíu árin, síðan
lögin um almenna barnafræðslu komu í gildi, unglinga-
fræðslan og margháttuð sérmenntun hefur verið skipu-
lögð. Heimilin hverfa að vísu aldrei úr uppeldissögunni,
og ekkert skipulag getur komið í stað móðurinnar. En
framtið íslenzku þjóðarinnar hefur þó aldrei átt jafnmikið
undir skólum og kennurum og nú. Það má tala um gamalt
uppeldi og nýtt, og sinn hátturinn á hvoru, eins og is-
lenzku þjóðfélagi sjálfu á gömlum og nýjum tíma. En vel
þurfa kennarar að gera sér Ijóst, hvaða þættir það eru í
íslenzkri starfs- og bókmenningu, sem varðveita ber í upp-
eldinu, og tvinna saman við allar nýjungar í uppeldis-
vísindum. Viðfangs- og umhugsunarefni kennara eru mörg
og mikilvæg — og án tímarits má stéttin elcki vera.
Ég árna „Menntamálum“ allra heilla og langra lifdaga
i þjónustu æskunnar og framtíðarinnar.
ÁSGEIR ÁSGEIRSSON.
13