Menntamál


Menntamál - 01.12.1957, Page 12

Menntamál - 01.12.1957, Page 12
202 MENNTAMÁL fræðaskólum hér mætti ráða, að orðaskýringar væru loka- takmark bókmenntakennslunnar í stað þess að vera undir- búningur hennar. í raun réttri getur bókmenntalesturinn fyrst hafizt, þegar orðaskýringum er lokið. Orðaskilning- urinn einn er, eins og áður var vikið að, engin trygging þess, að lesandinn hafi skilið verkið eða náð að njóta þess. Til að njóta kvæðis er sjaldan nægilegt að skilja merk- ingu allra orða þess. Þar er vissulega um að ræða „veröld, sem hylur sig bak við orðin“. í þessu sambandi getur framsögn verið til ómetanlegrar hjálpar. Verður sérhver móðurmálskennari að geta beitt henni af kunnáttu og smekkvísi. Til aðstoðar má nota hljómband, en það getur ekki leyst kennarann af hólmi að þessu leyti, því að hann þarf að geta leiðbeint nemendum við tilraunir þeirra sjálfra til framsagnar. Slíkar tilraunir eru afar mikils verðar, jafnvel þótt ekki náist mikil leikni.1) Um val lesefnis mætti margt ræða. Flestum mun ljóst, að þar verður að fullnægja tveim skilyrðum fyrst og fremst: að úrval bókmenntanna sé vandað bæði að efni og formi, og það hæfi þroska nemendanna og hugðarefn- um, eins og þessu er farið á ýmsum aldursstigum. Varð- andi þetta síðara atriði þyrfti að endurskoða lesefni barna og unglinga. Einkum er augljóst, að ljóðaúrvalið er ekki alls kostar heppilegt. Á aldrinum 12—15 ára beinist áhug- inn að ýmiss konar söguljóðaskáldskap (epik). Næmleiki fyrir lýrikk vaknar yfirleitt síðar, eða um 16—17 ára aldur. Fyrir nokkrum árum vakti Hjörtur Kristmundsson skólastjóri athygli mína á því, að 12 ára börnum veitti mun auðveldara að læra kvæði, sem varðveittu söguþráð en ljóðrænar stemningar, jafnvel þótt söguljóðin væru mun þyngri að efni og máli. Ég veitti því þá athygli, að nemendur í 1. og 2. bekk gagnfræðaskóla völdu sér fram- 1) Sbr. Matthías Jónasson: Nýjar menntabrautir, 165.—166. bls.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Menntamál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.